17.4.13

Smá uppáhald og meira til

Loksins lét hún Katrín verða af því !
Það er sko ekki lítið sem ég hef lært af henni frá því ég byrjaði að æfa af ráði og hún farin að blogga á nýjan leik og deila þannig sínum fróðleik og okkar hugmyndum um mataræði, hreyfingu og fleira sem við kemur Betri Árangri og í kring.
Er ótrúlega ánægð með hana :)

Mæli eindregið með að lesa nýjasta pistilinn hennar HÉR.
Í honum tekur hún fyrir raunhæf markmið, en það er mjög áberandi að fólk vill koma sér í form fyrir sumarið og leitar því í hinar ýmsu skyndilausnir.

Við stefnum svo á að koma með fleiri skemmtilega og lærdómsríka pistla.

Annars er allt gott að frétta af mér..
Ég verð að viðurkenna að ég fékk smá sjokk þegar ég heyrði af sprengingunni í Boston.
Rétt áður en ég fór út var fólk að tala um að það stefndi í stríð á milli Bandaríkjanna og Kóreu og ég eitthvern vegin sá það ekki gerast og hugsaði af hverju ætti eitthvað að gerast í Boston!?
Svo viku seinna gerist þetta, þrátt fyrir að þetta tengist kannski ekki á neinn hátt
Virkilega sorglegt og við sem vorum að labba þarna út um allt um daginn.

Annars er bara gott að vera á elsku Íslandi eins og ég sagði í færslunni fyrir neðan.. 7,9,13.

Ég setti mér það mission þegar ég kom heim að vera duglegri að mála mig og taka mig fínt til, mér til mikillar furðu er ég bara að standast það nokkuð vel.. eitt stórt klapp fyrir kósýnagginum ! :D

Fór líka í afmæli til Rósu vinkonu minnar um helgina og fór í kjól sem ég keypti mér úti og málaði mig fínt með nýju uppáhalds litunum mínum.



Það var mikið gaman og hlegið og að sjálfsögðu enduðum við þetta á dans niðrí bæ, ég með Amino við hönd.
Ohh þessar cupcakes fæ vatn í munnin!
Rósa ætti náttúrlega að opna bakarí í náinni framtíð.
Ef það er eitthver sem hefur árstríðu fyrir bakstri þá er það hún, enda er hún að fara baka brúðarkökuna sína sjálf þessi dúlla.
Kremið á þessum innihélt bráðið hvítt súkkulaði nammm !

Ég er alveg svakaleg get ekki skrifað um einn hlut, byrjaði þessa færslu á því að ætla skrifa um eitthvað allt annað haha..

Langaði nefnilega að lista upp það sem er í uppáhaldi þessa dagana svona til gamans :D


Um daginn þegar óveðrið gekk yfir landið festist ég í verslunarkjarnanum á Bíldshöfða.
Ég er apótek sjúk svo ég fór að skoða og fann þessi vítamín fyrir hárið.
Er alltaf að finna hvað hentar best fyrir það.
Ég vil meina að þetta sé dúndur vítamín fyrir hárið og er að virka mjög vel.
Kosta alveg sitt en vel þess virði.


Ber svo þessa olíu reglulega í hárið til að næra það enn frekar.
Hana keypti ég í Rauðhettu og úlfinum.



Við stelpur erum alltaf í leitinni að hinum fullkomna maskara og er því tilvalið að versla nokkra slíka í USA þar sem þeir kosta svona 1/4 af því sem þeir kosta hér heima.
Prófaði þennan og hann lofaði fyrst ekki góðu (enda eru nýopnaðir maskarar nánast aldrei góðir).
Er núna virkilega sátt með þessi kaup, mæli með að prufa hann.
Heitir Falsies og er frá Maybeline.



Er með æði fyrir svona kopar lituðum augnskuggum og blýöntum á augun til að ýkja upp bláa tónin í augunum.
Augnskuggar eins og Sable MAC, Star Violet MAC, Sketch MAC, Diva Make Up Store, Dream dust Make Up Store..
Uppáhlds blýanturinn er svo Foxtail til að nota undir sem ég fékk í MAC.



Okei ég er einn versti matargikkur sem fyrirfinnst en eftir að ég fór að læra meira um næringu og mataræði hef ég verið tilbúin að prufa mig smá áfram.
Ég er samt svona ein af þeim sem fer á veitingastað og á mjög erfitt með að finna eitthvað við mitt hæfi.
Til að mynda kenndu Katrín og Maggi mér að borða nautakjöt, mikið sem ég fór á mis við öll þessi ár haha..
Nýjasta nýtt sem ég lærði að borða hjá þeim er avacado.. ómæ !!
Mér finnst best að setja salt á það og borða svo með uppáhalds sósunni minni sem ég ætla akkúrat að nefna fyrir neðan.


Síðan að ég kynntist þessu kvikindi er ekki aftur snúið.. já ég elska sterkan mat og get borðað þetta með skeið!
Fékk þessa að smakka þessa sósu einu sinni á Nings og hélt ég myndi taka heljarstökk (en ég bara kann það ekki) þegar ég sá að hún fékkst í Hagkaup og Bónus.
Sterk en ó svo góð, get nánast borðað hana með öllu.

Gæti mögulega haldið áfram en læt þetta gott heita í bili.
Spurning að skella í einn kvöldmat eða svo.. burritoveikin er enn að gera vart við sig, hljómar aðeins of freistandi.
Kannski ég þurfi að finna snjógalla áður en ég legg af stað.. ég sem var komin í sumarfíling !

Þangað til næst..

LUV ALE :*

0 ummæli:

Skrifa ummæli