1.3.13

1.mars

Í dag á ein af mínum uppáhalds afmæli !
Hún Katrín Eva :)
Veit ekki hvað ég væri að gera í lífinu í dag ef ég hefði ekki kynnst þessari manenskju og ég á alltaf erfitt með að þakka henni fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig.

Eigum svo fáar myndir af okkur saman en þessi er svo sannarlega í uppáhaldi <3

Af því mér finnst svo gaman að gera eitthvað skemmtilegt fyrir þá sem mér þykir vænt um er ég búin að vera pukrast að græja gjöf, því mér finnst akkúrat hugurinn skipta mestu máli.
Þetta mun hún fá þegar ég mæti í vinnuna núna í morgunsárið, auðvitað þarf hún að fá almennilega köku enda stórafmæli ! víjj



Tíminn er fljótur að líða það er bara þannig !
Trúi ekki að það sé ár síðan að ég var úti í USA að keppa á Arnold.


Aðalheiður, ég, Dagbjört og Sif með bikini PRO Abbie Burrows.

Ég viðurkenni að ég fæ fiðring í magan við að sjá allar myndirnar á facebook af hinum og þessu pro keppendum sem ég er að followa og fleirum til.
Enda er það að mæta á eitt næststærsta mót Bandaríkjana eitthvað sem er ólýsanlega skemmtileg upplifun.
Það að fara á expóið og sjá þennan heim úti þar sem öll helstu nöfnin eru samankomin er virkilega skemmtilegt!
En það koma mót eftir þetta og ég lofaði sjálfri mér að ég myndi ekki mæta næst á svið fyrr en ég er 100% sátt við sjálfa mig og búin að vinna í þeim bætingum sem ég þarf að vinna í.
Því ég er fyrst og fremst að keppast við að bæta sjálfa mig :D

Það eru tvær íslenskar stelpur að keppa þetta árið, þær Sylvia Narvarez og Sara Heimis.
Mér skilst að Sylvia hafi ekki komist áfram á úrslitin á laugardaginn en engu að síður magnaður árangur að komast í top 15 á svo stóru móti, sem hún gerði.
Bikiniflokkarnir innihalda yfirleitt 40 keppendur frá öllum löndum.
Sara Heimis komst í top 10 og verður gaman að fylgjast með henni á laugardaginn.
Innilega til hamingju með þetta stelpur GO ÍSLAND !

Ég er líka virkilega spennt að fylgjast með úrslitunum í figure PRO þar sem að Erin Stern og Nicole Wilkins hafa verið að slást um aðaltitilinn.
Nicole vann hann í fyrra en svo kom Erin og fékk titilinn Miss figure Olympia í fyrra (sem Nicole fékk árið áður), þetta eru eftirsóttustu titlarnir í þessum bransa.
Nicole mætti þá heldur mjúk og Erin hafði bætt líkamsmótunina helling.
Ég og Katrín höfum verið að fylgjast með Erin, hún hefur verið dugleg að pósta myndum af bætingunum sínum og það er ekkert smá sem hún er að ná að breyta lögun líkamans áfram, þegar hún mætir á svið finnst mér líka ákveðin elegance og klassi yfir henni.

Þetta verður spennandi viðureign :)


Erin á Olympia 2012


Nicole á Arnold 2012


SMÁ UPDEIT!
Nicole ákvað að keppa ekki að þessu sinni sem mér finnst mjög góð ákvörðun.
Kemur sterkari inn fyrir vikið, verður spennandi að sjá hverjar verða í toppsætunum.

Mun skrifa færslu um helgina um mótið, enda mun ég fylgjast vel með.

Ætlaði bara að hafa þetta örstutt þar sem ég er á leiðinni til kíró og að vinna víjj.

Þangað til næst
LUV ALE :*

5 ummæli:

  1. Nicole er ekki að keppa núna :)

    SvaraEyða
  2. Nei var að fá að vita það, fannst akkúrat skrítið að hún væri ekki að pósta neinu um það.
    Finnst það virkilega virðingarvert af henni að hvíla núna :)
    Kemur sterkari inn fyrir vikið!
    Annars er Erin að fara taka þetta þá víjj

    SvaraEyða
  3. Hún ákvað að taka smá off season eftir Olympia :) Ætlaði að vinna í bætingum í einhvern tím. (Póstaði hún á like-síðunni sinni rétt eftir mót í haust.)

    SvaraEyða
  4. Já sá það ekki, en var akkúrat ekki búin að taka eftir neinum árangursmyndum :D
    Var að meina það hihi

    SvaraEyða
  5. Já tók ekki eftir póstinum en var að tala um árangurssmyndir og þannig myndir frá henni :D
    En það þarf víst að hvíla líka.

    SvaraEyða