20.2.13

Hollustuklattar

Ég er orðin svo mikill matgæðingur þessa dagana að það hálfa væri nóg ! :)

Það kommentaði ein á bloggið og vildi sjá fleiri uppskriftir svo ég ákvað að deila minni uppáhalds.

Ginger veitingastaður er líka uppáhalds hjá mér og er ég húkkt á burritoinu þar og hafraklöttunum..
Virkilega góður matur og matmiklir skammtar og svo er ég virkilega ánægð með hvað allar máltíðirnar þar eru hollar.

Stundum hef ég ekki komist til að kaupa mér hafraklatta svo ég fór eitthvað að leika mér í eldhúsinu og malla saman hollustu klatta.
Mínir eru ekki eins crunchy og þeir hjá Ginger, en fín redding svona endrum og eins og frábærir til að fá sér fyrir æfingu, holl og flott kolvetni.

Sem betur fer þarf maður ekki almennilega hrærivél því ég hef ekki enn eignast drauma bleiku Kitchen Aid.

Þú getur algjörlega valið hvað fer út í þá og það er líka hægt að mixa þá á mismunandi vegu, eins og t.d. þegar ég er að gera fyrir kærastan minn set ég miklu meira ofan í því hann þarf að borða meira en ég.
Það er samt góð regla til að hafa á bakvið eyrað að allt er gott í hófi og hollur matur getur alveg verið mjög hitaeiningaríkur í miklu magni.
Matur eins og hnetur, rúsínur, kókos og svona geta auðveldlega hækkað hitaeiningarnar fljótt og því eins og ég segi bara í hófi (ég er stundum eins og biluð plata hvað þessa línu varðar).

Skellti í eina uppskrift í gær.


Hér kemur uppskrift:

Ég set svona 3 dl - 4dl af höfrum ( trölla og venjulegir í bland ) Slumpa eggjahvítum ofan í
Stappa með mjög þroskaðan banana (get ekki græna banana)
1 msk kókosflögur eða venjulegur kókos
Ríf niður sirka 6 döðlur
Og bara það sem mér dettur í hug, í þessa uppskrift setti ég t.d. Syntha-6 m/coockiedough bragði, stundum set ég líka kanil í staðinn.

Setti svo mixið á bökunarpappír og flet út
Baka í ofninum á sirka 180°þangað til að kakan verður svona stökk og brúnleidd Sker svo niður í bita og geymi inni í ísskáp

*Persónulega finnst mér betra að hafa banana gula til að það sé ekta bananabragð af þeim, en bananinn límir akkúrat hafrana aðeins saman.
*Svo er hægt að prufa að setja hnetusmjör, hnetur, rúsínur, mulið kornfleks eða weetabix, goji ber og margt fleira.

Verði þér að góðu :D

Langar að skrifa svo mikið mikið meira í þetta blogg, en leyfi klöttunum að njóta sín að sinni.
Endilega kommentaðu og segðu mér hvernig smakkast ef þú prufar að gera svona og finnur eitthvað snilldar kombó til að deila með öðrum.

Þangað til næst
LUV ALE :*

5 ummæli:

  1. Andrea Rán20/2/13 21:38

    mmm hljómar vel !
    Var akkurat að henda í smá "smáklatta"...
    *2-3 vel þroskaðir bananar, stappaðir
    *döðlur, kúfaður bolli
    *hafrar, ca 2 bollar
    *1msk olía
    valfrjálst: chia, kanill, prótein ....

    lata standa 10-15 mín og svo móta í litlar kúlur eða whatever og henda inni ofn í 15-20 mín !
    yummí .... GÚÚÚÍ shitzen :)

    SvaraEyða
  2. þetta verður prófað á morgun , sniðugt millimál :)

    SvaraEyða
  3. katrin eva21/2/13 00:25

    víjjjj er þetta semsagt í vinnunni á morgun :) :) .... nammmmmmmm

    SvaraEyða
  4. Anna Margrét4/3/13 07:39

    Finnst þetta geggjaðir hafraklattar hjá þér og prófaði einmitt að gera svona um daginn :) ! Var samt að spá ef maður ætlar að borða þá fyrir æfingu hvað myndiru ráðleggja að borða mikið af þeim ? :)

    SvaraEyða
  5. Æði gaman að heyra, það er flott að miða bara við sirka 1-2 klatta :)
    Fer eftir stærðinni á þeim.

    kveðja Ale :D

    SvaraEyða