12.1.13

what doesn't kill you makes you stronger

Yfirleitt þegar ég sest niður að skrifa færslu er ég nokkurn vegin búin að fara fram og til baka með það í höfðinu hvað mig langar að skrifa niður hverju sinni.
En svo fer hugurinn af stað og ég á erfitt með mig, byrja að skrifa um einn hlut og veð yfir úr einu í annað hehe...

En þannig er það nú bara, þegar maður fer í svona brainstorming fíling er stundum erfitt að hætta.
Stundum er ég svo æst að þegar ég les yfir bloggið daginn eftir skammast ég mín fyrir stafesetningarvillurnar því ég tek ekki einu sinni eftir þeim sjálf á þeim tímapunkti sem ég skrifa hana, þrátt fyrir að lesa bloggið yfir fyrir birtingu og ég sem hef yfirleitt verið ágætis stafsetningarlögga.

Það sem ég spái líka áður en ég byrja skrifa er hvort það sem ég er að skrifa um sé eitthvað sem aðrir vilji lesa um.
Oft eru þau bara um ekki neitt, eitthverjar hugmyndir, það sem ég hef verið að spá og svo hef ég einnig skrifað færslur sem eru persónulegri en aðrar og má segja að þær sé erfiðast að skrifa.

Í dag var ég að flétta yfir albúm í tölvunni með myndum frá Arnold Classic Europe, þar sem ég keppti á síðastliðin október mánuð.
Það fékk mig til að velta tvennu fyrir mér.

Það fyrsta sem ég er búin að hugsa síðan ég skoðaði þær áðan er að ég hef vitað síðan þá að þetta hefur verið mitt besta form hingað til, en skömmu eftir að ég keppti fannst mér ég samt ekkert í sérstöku formi þannig séð.
Þegar ég lít á þessar myndir núna er ég eiginlega bara í sjokki yfir forminu og hversu gott það var.
Það form er samt sem áður eitthvað sem mig langar til að toppa :)

Já ég efast líka um sjálfa mig líkt og aðrir þrátt fyrir að stíga upp á svið hálfnakin og læt dæma mig, eins fáranlega og það hljómar.

Sem fékk mig til að hugsa að öðru sem hefur verið mér hugfast síðan ég byrjaði og tengist því akkúrat að standa upp á sviði og láta dæma sig.

Það hefur mikil umræða verið á netinu útaf myndum sem birtust á vef Nutramino núna eftir seinasta mót og var birt grein um það núna síðast á vísi.
Ótrúlega leiðinlegt hvernig fólk er að kommenta á myndirnar og það fólk á öllum aldri, að  þeir sem eru á myndunum séu ógeðslegir, búnir að skemma sig og svo framvegis.

Sem betur fer er smekkur manna misjafn og því erum við nú öll mismunandi eins og við erum mörg.
Skil ég vel að þetta er kannski ekki lífstíll sem allir væru tilbúnir að temja sér líkt og að fyrir venjulega manneskju sé frekar óeðlilegt að sjá mikið köttaða manneskju en öllu má nú öfgera.

Ég man þegar ég labbaði inn til Katrínar og hún lagði fyrir mig nokkrar grunnreglur.
Meðal annars að ég þyrfti að vera viðbúin gagnrýni, bæði frá fólki í kringum mig og ókunnugum.
Það er með fitness eins og allt annað að um leið og maður er orðin eitthvað áberandi eða vekur eftirtekt, eins og fólk sem er að keppa hálfnakið gerir þá verða alltaf til einhverjar sögur.

Það sem ég hef ekki heyrt um mig, stundum komandi frá fólki sem ég hef ekki einu sinni heilsað og hvernig þeim detti í hug sumar af þessum sögum um mig fær mig til að verða orðlaus.
En svona er það :)

Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt á hverjum degi sem er alveg hreint ótrúlegt, það sem ég hef líka lært af þessu öllu saman er ómetanlegt og alveg efni í heila færslu :)



Leyfi einu öðru kvóti að fljóta hér með, þrátt fyrir að það minni mig á lagið hennar Kelly Clarkson sem er ekki sérstaklega í uppáhaldi hehe


Mynd sem er ein af uppáhalds <3
Þessi manneskja hefur svo sannarlega kennt mér margt síðustu 2 árin.


LUV ALE :*

2 ummæli:

  1. Rósa Sigr.Ásgeirsdóttir12/1/13 11:30

    Alltaf skemmtilegt að lesa bloggin þín Ale, svo hrein og bein manneskja og FLOTT. Hverju orði sannara þegar fólk getur ekki samglaðst þegar vel gengur ... þekki það aðeins sjálf þótt sé bara að rækta mig fyrir mig sjálfa með hjálp ykkar Katrínar. Ég hef fengið að heyra að ég sé horuð,kinnfiskasogin í andliti og líti illa út! En það besta er að þetta kemur frá fólki sem nennir ekki að rækta líkama sinn og fær útrás í svona aðfinnslum af því þeim líður ekki vel í eigin skinni og er óánægt með sjálfa sig.
    Áfram við !!!

    SvaraEyða
  2. Æjj takk fyrir fallegt komment Rósa.. þú ert nú meira yndið <3
    Best að vera bara maður sjálfur og njóta, dagsatt ! :)

    SvaraEyða