28.1.13

Namminamminammi

Nammidagur er einn uppáhalds dagur vikunnar hjá mér allavega þar sem ég er súkkulaðilover með meiru :)




Nammidagur er ákveðið fyrirbæri sem margir hafa skiptar skoðanir á..
Að honum ætti að sleppa, frekar að borða bara nammi á víð og dreif yfir vikuna, að hann eigi að vera ein allsherjar bomba og svo framvegis.

Í þjálfuninni okkar eru við á þeirri skoðun að hann er alveg jafn mikilvægur og hvað annað, hvort sem maður sé að létta sig eða þyngja sig.

Það er ekki endilega að maður þurfi að missa sig í nammiskálinni, fá sér sveittan burger, pizzu, drekka gos og troða sig út af nammi.
Heldur hækka hitaeiningarnar aðeins upp og leyfa sér þá hluti sem maður er kannski ekki að borða dags daglega.
Fyrir marga er það ekki endilega þetta týpíska nammi heldur bara góður matur, hnetur og eitthvað frábrugðið frá því sem borðað er yfir vikuna.

Það kemur alltaf annar nammidagur eftir þennan :)

Það er mjög mikilvægt á nammidegi sem og alla daga að borða nokkuð hollt og reglulega yfir daginn og svo leyfa sér svo kannski um kvöldið (eina máltíð og eftirrétt) og þá gildir reglan allt er gott í hófi, sem reyndar á við um allt.
Með því að borða reglulega yfir daginn ertu að koma í veg fyrir að þú missir þig í gleðinni og kreivings um kvöldið.

Ástæðan fyrir því að við teljum hann mikilvægan er vegna þess að hann kemur í veg fyrir stöðnun eða réttar sétt sjokkerar líkamann svona út frá vananum, hjálpar manni að halda sönsum og kemur í veg fyrir að maður svindli frekar.

Ég hef sjálf eftir að ég byrjaði að æfa og hugsa um mataræðið tamið mér að halda nammidag heilagan einu sinni í viku og oboy það verður allt svo mikið meira gott og bragðbetra.
Þegar maður er að kötta er stundum erfitt að velja úr hvað manni langar í því þá er maður að fara úr mjög hreinni fæðurútínu vikunnar og úrvalið verður því langtum meira.

Eftir að ég hef verið að keppa svona mikið hef ég líka einhvern vegin lært að meta mat á nýjan hátt og fyrir mér er eitthvað sem var bara venjulegur heimilismatur orðið að dýrindismáltíð og vil ég oft bara MATmikið á nammidegi.
Það er líka svo gaman að gera eitthvað skemmtilegt úr deginum og t.d. að fara út að borða, fá sér smá vín með matnum eða gera eitthvað skemmtilegt.

Um helgina eldaði ég ásamt systrum mínum og kæró dýrindis spaghetti og sá miðjusystirinn um gúrmei gott hvítlauksbrauð homemade með..
Græja uppskrift hér að neðan


SPAGHETTI UPPSKRIFT
Kjötið græjað
*Nautahakk steikt á pönnu, kryddað með salt og pipar, chilli og papriku
*Sveppir, paprika og sólþurrkaðir tómatar bætt við
*Sósunni bætt svo út á

Reimarnar græjaðar
*Settar í pott með vatni
*Smá olía sett út á og þær eldaðar meðan kjötið er græjað
set mynd með af sósunni (Hagkaup) og sólþurrkuðu sem ég btw set út á nánast allt sem ég elda luv them (Kostur)  




HVÍTLAUKSBRAUÐ

*Baguette brauð keypt í bakarí
*Smurt með Allioli
*Ostur settur ofan á
*Kryddað með salti og pipar eða hvítlauskryddi


Aðeins og gott omnommm !

ÞANGAÐ TIL NÆST

LUV ALE
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli