27.12.12

jólin, áramót, makeupgleði

Jæja elsku dúllurnar mínar !

Þá eru jólin eins og þau leggja sig liðin og ég vona að þið hafið haft það einstaklega gott yfir hátíðarnar, borðað vel af gúrmei mat og notið þess að vera í faðmi fjölskyldunnar.
Ég veit að ég gerði það :)

Svo ljúft að vera hjá mömmu og borða gúrmei mat,nammi og smákökur.. enda aldrei lítið á boðstólnum hjá henni móður minni.
Ég var líka sjálf dugleg að baka og geðri nokkrar sortir, meðal annars Sörur sem mikil ást fór í haha..
Þreföld uppskrift og til að toppa allt setti ég HVÍTT súkkulaði á hluta þeirra.. og þær stóðust svo sannarlega væntingar, vil akkúrat gefa þeim heitið Perra Sörur, þar sem að einungis súkkulaðiperrar skilja þessa snilld ! :D 

 Sörurnar mínar í massavís!

Hluti af gjöfinni hans Sigga, búin að föndra saman albúm með myndum frá því ég byrjaði að keppa.. fallegast í heimigeimi.
Mér finnst akkúrat hugurinn skipta svo mestu máli.. þess vegna legg ég höfuðið sjálf mikið í bleyti þegar gefa á gjafir.

Fannst þessi gjöf akkúrat snilld.. gaf litlanum þeirra Katrínar og Magga lóð til að leika sér með..

Átti fallega afmælismömmu í gær :)

Annars var það svo bara back to basic í morgun og vinna.
Í dag opnuðum við fyrir umsóknir í janúar og er því hægt að velja nokkrar dagsetningar þegar þú skráir þig HÉR .
Margir sem setja sér þau nýársheit að vera duglegri í ræktinni og því janúar einn sá mánuður sem mest er að gera.
Ég hef allavega góða tilfinningu fyrir komandi ári og hlakka til að aðstoða Katrínu við að skrokkavæða landan enn frekar.



Yfir annars í það sem framundan er..
GAMLÁRS OG NÝÁRSKVÖLD víjjj
Það eru ein af þeim kvöldum sem maður getur farið all out hvað make up og klæðnað varðar.. einskonar prinsessufílingur í þessu öllu saman :D



Seinustu áramót var ég að farða fram eftir kvöldi og var komin biðlisti.
Ætla að endurtaka leikinn þessi áramót og er því byrjuð að taka við bókunum á meilinu mínu á facebook.

Hafði svo hugsað mér að gera kannski svona tvö áramótalúkk og skella þeim hér í færslu, ásamt skóm, kjólum, naglalakki og hárgreiðslum sem ég hef rekið augun í..
Set stefnuna á að skella því hér inn um helgina :D

Þangað til næst
LUV ALE :*

3 ummæli:

  1. Sæl kæra Alexandra :D
    hvað tekur þú fyrir förðun?
    Þú ert alltaf jafn glæsileg :D
    hafðu það sem best sem allra best :D!

    SvaraEyða
  2. Hæhæ

    Takk fyrir það Ragnhildur :)
    Förðunin er á 5-6 þúsund.

    kv.Ale :)

    SvaraEyða
  3. Ok, takk kæra Alexandra :D
    ég veit það þá...ég var bara að sjá þetta núna :/ þannig að það er víst of seint en ég man það næst :)

    SvaraEyða