17.8.11

Orkupinnar

Um daginn var ég stödd í Bónus og rak augun í svo krúttlegt box til að búa til íspinna, í öllum regnbogans litum og auðvitað varð ég að kaupa það.

Mér datt nefninlega sú snilldar hugmynd í hug að blanda saman Amino Energy og smella því í frysti, þar sem ég var alltaf búin að vera setja brúsann minn í frystinn rétt fyrir æfingar.
Það eina er að það er ekki sniðugt að fá sér svona á kósykvöldi því þú munt þá eiga erfitt með að sofna hehe..
En sniðugt ef þig langar í eitthvað frískandi yfir daginn en vilt samt ekki eitthvað óhollt, þar sem að það eru mjög fáar hitaeiningar í Amino Energy og svo er það líka bara aðeins of braðgott!
Það sem þú þarft er Amino Energy  ,ég valdi Fruit Fusion, hrisstibrúsa,vatn og íspinnabox.
Næst setti ég tvær kúptar skeiðar í hrisstibrúsan ásamt um 400 ml af vatni og hrissti saman.
Eftir það er Amino Energy hellt í íspinnaformin.
Þá er bara næst á dagskrá að smella þessu inn í frystinn og gefa þessu góðan tíma.
En úr þessu verða svo dýrindis frostpinnar:)

Ekkert smá gott og meira segja hægt að leyfa sér svona í köttinu, ef maður alveg á kreivinu í eitthvað sætt. Það eru bara 10 hitaeingingar í einum skammti, þá er talað um tvær skeiðar. Ef þú færð þér einungis einn er þetta bara brot af þeirri tölu;)
Svo vildi svo skemmtilega til að ég hitti Katríni þjálfarinn minn sem var búin að fá sömu góðu hugmyndina nema að hún var að búa til frostpinna úr Xtend, það er í lagi að drekka það á kvöldin og það er til í nokkrum braðtegundum, báðar þessar vörur er hægt að fá hjá Perform.is .

Ég hef annars fengið mjög margar spurningar hér, á formspring og facebook varðandi hvaða fæðubótarefni ég er að nota og var ég að velta því fyrir mér að setja það saman í eitt blogg, þannig það mun vera væntanlegt.

Svo bara um að gera að kommenta og spyrja mig í dálknum hér til hliðar hef bara gaman af því:)

LUV Ale:*

10 ummæli:

  1. Hef verið að gera svona með alskonar hreinum söfum! Rosa gott :)

    SvaraEyða
  2. vá þetta er algjör snilld! prufa þetta klárlega :)

    SvaraEyða
  3. Tanja Mist17/8/11 10:45

    En sú snilld ! :D Örugglega bráðnauðsynlegt í kötti, get vel trúað því ;D

    SvaraEyða
  4. Þuríður17/8/11 10:53

    Snilld! Þetta verður sko klárlega gert, bæði amino energy og x tend! ;)

    SvaraEyða
  5. jii þetta er ekkert smá girnilegt á litinn :)

    SvaraEyða
  6. SNILLD, vá hvað ég ætla að prófa þetta!! :)

    SvaraEyða
  7. Ísabel Petra17/8/11 14:26

    Snillingurinn minn :-))

    SvaraEyða
  8. Hæ! ég er svo klárlega að fara að kaupa mér þetta amino energy haha.. en ég ætlaði að sp hvaða bragð finnst þér best? :)

    SvaraEyða
  9. Mér finnst Grape best það er í fjólubláa en svo finnst mér gott að eiga Fruit fusion þetta bleika svona inn á milli:D en grape er sko eins og skittles á bragðið!

    SvaraEyða
  10. Þetta er algör snilld ;)

    SvaraEyða