6.8.11

Allt að gerast!

Gleði gleði!

Núna í vikunni fékk Katrín þjálfarinn minn þá snillings hugmynd að sameina bloggið mitt og bloggið hennar Agnesar sem er einnig í þjálfun hjá henni við nýja like síðu fyrir fjarþjálfunina hjá henni og mæli ég eindregið með að þið smellið eins og einu like-i á síðuna hér . Það er hægt að fylgjast með færslum frá okkur öllum.
Það eru nú þegar komnar inn skemmtilegar færslur ásamt myndum af árangri frá fólki í þjálfun, hvatningarmyndbönd og uppskriftir.


Einnig fékk ég þann heiður að fá að vera hlutapenni á nýrri síðu sem kallast frettahorn.is og mun ég einnig vera dugleg að setja færslur þar inn ásamt því að setja inn hingað.

Mikið spennandi framundan, er stundum með valkvíða um hvað ég á að skrifa.

Þangað til næst;)


Luv Ale:*

0 ummæli:

Skrifa ummæli