13.11.16

Heimagerðar bókhveitinúðlur


Ég ætlaði ekki að trúa því þegar ég fann bókhveitinúðlur í Nettó um daginn. Ef að það er eitthvað sem ég elska þá eru að þessar blessuðu núðlur. Ég keypti að sjálfsögðu pakka og er búin að vera gúrma þennan rétt núna nokkur skipti á Snapchatinu mínu (alesifnikka). 
Það eru greinilega fleiri aðdáaendur núðlanna, þar sem að ég hef fengið töluvert af fyrirspurnum um þær. Mér finnst bloggið svo sniðugur vettvangur til þess að deila uppskriftunum fyrir áhugasama, þannig hér kemur hún.

Pakkann fann ég í rekkanum fyrir Austurlenska matargerð, alveg neðst við gólfið.



Það sem að þú þarft:
-Niðurskornar kjúklingabringur steiktar á pönnu
(ég elda mínar upp úr ferskum chilli og hvítlauk, salti og pipar)
-Bókhveitinúðlurnar
-Egg 
-Frosið grænmeti - Ég kaupi poka af gulrótum, brokkoli og blómkáli.


Aðferð:
Ég er búin að elda kjúllann fyrir þannig hann er tilbúinn í skálinni. Núðlunum smelli ég í pottinn og leyfi þeim að sjóða. Það er mjög mikilvægt að sjóða þær einungis í um 5 mín þannig að þær eldist rétt. Ef að þær eru of lengi í pottinum verða þær blautkenndar og ekki nægilega góðar. 
Grænmetið steiki ég sér á pönnu og krydda með möluðum chilli, salti og pipar. 
Ég píska svo egg saman og steiki þau mjög snögglega á pönnu. Ég nota spaðan til þess að gera þau "scrambled".
Þegar allt meðlætið er tilbúið er það sett í skálina með kjúklingnum. Ég set þá örlítið af salti og pipar fyrir bragðbæti. Úr því verður þessi dýrindis réttur sem er meðal annars mjög hentugt að geyma og nota í nesti daginn eftir.


Njótið vel.
Ale Sif 

1 ummæli:

  1. takk fyrir að segja frá bóhveitinúðlunum nú get ég fengið mér þær

    SvaraEyða