1.12.16

Halló desember


Mér finnst ótrúlegt að seinasti mánuður ársins sé genginn í garð!



Glöggir taka kannski eftir að það er töluvert frá því að seinasta færsla datt inn. Þannig er mál með vexti að þegar ég var loksins orðin verulega peppuð og meira þorin í að standa mig hér og öðrum miðlum. Þá lenti ég í því að síminn minn "crashaði" og fór í viðgerð í nánast þrjár vikur.
Ég fékk að láni iphone 4 sem var vægast sagt tregur í notkun og myndgæðin á borð við gamla ristavél. Það verður bara að viðurkennast að það er ekki eins mikil skemmtun í slíkum myndum. Þar af leiðandi tók ég þá ákvörðun um að bíða eftir símanum mínum. Það var líka einstaklega gott að fá hann í hendurnar aftur. Versta var reyndar að ég hafði ekki gert "back up" þannig að allar myndirnar mínar frá því ég fékk hann 2014 eyddust. Dýrmætar minning og mæli ég eindregið með að gera þetta reglulega.

Það er ótrúlegt hvað þessir símar hafa mikil áhrif á mann í dag. Mér fannst eins og ég hafi tekið þó nokkur skref fyrir utan umheiminn þar sem að ég gat ekki notað Instagram, Snappið og Facebook sem skyldi. Þess vegna var ég ekki alveg með puttan á púlsinum á því hvað væri í gangi í heiminum í dag. Hversu klikkað?
Þetta var nú samt ágætis hvíld frá samfélagsmiðlum og mæti ég sterkari til leiks í dag.

Annars ætla ég nú að hafa þetta á einföldu nótunum hér og munu fleiri blogg vera væntanleg á næstunni. Ég hafði hugsað mér að taka fyrir skemmtilegar jóla og áramótafarðanir á næstunni, jóló, uppskriftir og ekki má gleyma heilsusamlegum lífsstíl í desember.

Ekki gleyma að fylgja mér annarstaðar líka.

Snapchat: alesifnikka
Instagram: alesif
Facebook: Ale Sif

Þangað til næst.
Ale Sif


0 ummæli:

Skrifa ummæli