16.6.15

Þakklátur Ræktardurgsi


Það sem ég er þakklát og glöð í mínu hjarta <3

Ég var svo sannarlega með hjartað í buxunum seinasta miðvikudag þegar ég lét loksins verða af því að birta færsluna hér að neðan. Það gerði ég eftir nokkra daga skrif, því að mér finnst langbest að gefa mér góðan tíma í þá hluti sem eru persónulegir og frá hjartanu. Svo þurfti ég reyndar smá eða réttar sagt mikið pepp til að leyfa henni að líta dagsins ljós frá Ingibjörgu sem vinnur mér mér, er henni svo þakklát.
Er ekki frá því að hafa fengið
smá spennufall eftir á að hafa þorað þessu, en er jafnframt ótrúlega glöð eftir að hafa fengið virkilega jákvæðar og góðar undirtektir. 

...Er ekki annars hluti af lífinu að stíga út fyrir þægindaramman? :)


Núna er komin mánuður síðan að ég flutti inn og lífið loksins að komast í réttan farveg. Það er ótrúlega skrítin tilfinning að flytja, bæði á jákvæðan og skrítin hátt. Maður þarf að gera og græja, aðlagast ýmsu og þessu fylgir mikið álag, miklar breytingar og vinna. Sem er samt sem áður að sjálfsögðu þess virði þegar maður hefur komið sér fyrir og hreint út sagt ómetanlegt að hafa svona mikið frelsi.

Eins fyndið og það hljómar þá var eitt af því erfiðasta fyrir mig, ungfrú Ræktardurg, að flytja frá World Class í Egilshöllinni. Þar er ég búin að mæta hvern einasta morgun klukkan sex á morgnana frá því í janúar, eftir að ég ákvað að byrja að æfa svona snemma. Ég hef algjörlega farið úr því að vera A manneskja yfir í A + manneskju. Það er bara svo ótrúlega gott andrúmsloft þar og hæfilegur fjöldi af fólki til að ná góðum æfingum.
Þarna hef ég því náð miklum bætingum, tek alltaf grjótaðar æfingar og svo eru nokkrar góðar vinkonur mínar að æfa þarna á sama tíma. Það hefur algjörlega gert fyrir mig daginn að byrja hann svona vel, enda svona minn tími dagsins að taka góða æfingu.

Eftir nokkrar tilraunir í morgunæfingum annarstaðar, nær mínum heimkynnum, hef ég komist að því að þetta snýst ekki um vegalengdir heldur hvar ÞÉR LÍÐUR VEL. Maður má ekki gleyma því að rækta sálina með líkamanum ;)
Eftir viku af æfingum í Egilshöllinni á nýjan leik er ég svo gífurlega mótiveruð og spennt fyrir komandi tímum. Vekjaraklukkan þarf ekki að hringja nema einu sinni og ég sprett á fætur tilbúin að takast á við daginn.

Held ég hafi týnt jákvæðu Ale þarna í tækjasalnum, en hún er nú fundin aftur... AMEN !



Byrjaði vikuna á bossaæfingu í fína bleika Betri Árangursbolnum mínum

Í allri þessari mótiveringu tók ég líka stór skref og skipti um desktopið á símanum mínum. Áður var hann með mynd af Janet Layug sem er bikinikeppandi, henni skipti ég út fyrir mynd af Paige Hathaway sem er í rauninni ekkert að keppa, heldur fyrst og fremst fitnessmódel. Mér finnst hún svo mikil bomba og alltaf í flottu formi, þannig núna ætla ég að nota hana sem mína hvatningu.


Finnst gaman að fylgjast með henni á Instagram og Snapchat.

Talandi um að stíga út fyrir þægindaramman þá deildi ég einmitt Snapchatinu mínu á Instagram um daginn. Ég hef í gegnum tíðina verið dugleg að setja inn ýmisskonar pepp og æfingartengt, smá grín, ásamt öðru Ræktardurgstengdu í my story. Hægt að fylgjast með hér:


Ég læt þetta gott heita í bili.

Þangað til næst
LOVE ALE <3

4 ummæli:

  1. Þú ert alltaf í svo góðu formi enda ertu svo rosalega falleg og sæt stelpa,í mínum augum ert þú eins og hetja og ég lít upp til þín,þú ert æði 😎

    Kveðja Filippía

    SvaraEyða
    Svör
    1. Takk kærlega fyrir einstaklega falleg og krúttleg orð Filippía <3

      Eyða
    2. Bjóst þú ekki á Kristnibraut 69?

      Kv.Filippía

      Eyða