21.6.15

Sólarþrá, gleði og gúrm


Það er greinilega eitthvað að rætast úr því tímabili sem við Íslendingar viljum meina að kallist sumar. Yndislegt veður hér á klakanum í gær, sem ég get því miður bara notið í hófi, vegna þess að ég verð að passa mig á sólinni. Ég viðurkenni að það er smá svekkjandi, þar sem ég veit fátt jafn slakandi og að liggja í sólbaði. Ég verð bara að vera dugleg að gera annað og vera úti með sólarvörn og hatta.. einstaklega hentugt að hattar og derhúfur eru í tísku þetta sumarið.

Meirihluti team Betri Árangurs er einmitt að fara til Spánar á morgun, en ég kaus að vera heima. Þar sem ég nennti ekki að bera á mig sunblock og vera í kraftgalla á ströndinni. Hefði t.d. getað fjárfest í eina sólarvörn sem heitir þessu magnaða nafni hahaha..Það sem ég mun fara í eitthverja grimma utanlandsferð á næsta ári og njóta mín í DÖÐLUR, er strax orðin spennt. Hugur minn reikar svolítið mikið mikið mikið til Florida núna. Væri svo innilega mikið til í að fara og heimsækja Olínu mína í Tampa eins og síðasta sumar.


Sakni á Olínu og Sunny Tampa <3


Best í heimi í sólbaði á Clearwater Beach 

Annars þýðir ekki að svekkja sig á því.. það kemur annað sumar eftir þetta og ég ætla að gera mitt besta til þess að njóta eins og ég get.
Ég er allavega komin með eitt stykki Kings Of Leon miða í hendurnar og mun fara á þá með mömmu, dúllu með meiru. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og eru uppáhalds hljómsveitin hennar mömmu. Það var því ekki annað hægt en að festa kaup á slíkum miða og er ég spennt að fara og syngja með öllum lögunum.

Þetta er í uppáhaldi þessa stundina
Langar líka til að ferðast eitthvað út á land og er að vinna í því að plata stelpurnar í þannig mission. Eftir að ég sá grein í fyrra um að Brynjuís hafi verið valinn besti ísinn á landinu (hægt að lesa greinina HÉR), langar mig svo ótrúlega mikið til að fara til Akureyrar að smakka hann. Eitt af mínum guilty pleasure er ís með gúrmi út á, þannig ég held að þetta kalli á roadtrip.

Svo á ég líka alltaf eftir að halda innflutningsskúffukökupartý, það verður að vera haldið fyrir sumarlok. Greyjið bleika KitchenAid stendur ennþá óhreyfð, af því að ég tími ekki að nota hana nema fyrir þá heilögu athöfn haha..
Ef ég fæ einhverjar flugur í hausinn, er svolítið erfitt að breyta.
Það þýðir samt ekki að undirrituð sé ekki að standa sig í eldhúsinu. Tók mig til seinasta föstudag og lét langþráðan draum rætast. Græjaði fram OFUR gúrm sem ég er spennt að birtist í Ræktardurgi DV á morgun. Mæli með að þið kíkið á það, þar sem að gúrmið fór fram úr mínum væntingum.


Þangað til næst
LOVE ALE <3

7 ummæli:

 1. Heyrðu var að spá,hverju mælirðu með að borða til þess að verða hraustur og heilbrigður.

  Kv.Alexandra Ósk

  SvaraEyða
  Svör
  1. hæhæ nafna ! :D
   Sko það er ýmislegt sem þú getur borðað til þess að vera hraust og heilbrigð, mestu máli skiptir að velja bestu kostina þegar kemur að mat. Allt er gott í hófi :)
   Og svo náttúrlega halda sykrinum í lágmarki og svo framvegis.

   kveðja
   Ale

   Eyða
 2. Sæl,
  Hvernig getur maður talað við þig svona eins og direct eða eitthvað líkt því.

  Halla

  SvaraEyða
  Svör
  1. Sæl Halla,

   Hvað varstu að spá? :)

   kveðja
   Ale

   Eyða
  2. Hvað kostar fjarþjálfun eiginlega 😲

   Halla

   Eyða
  3. Þú getur fundið slíkar upplýsingar hér:
   http://www.betriarangur.is/index.php/skraning/stelpur-konur
   Ásamt því hvernig þjálfunin er uppsett og svo framveigs :D

   Eyða
  4. Takk ;)

   Halla

   Eyða