25.7.14

Uppáhalds ilmurinn minn

Það sem ég vildi óska þess að Bath and Body Works væri með útbibú hérna.
Ég
ELSKA að fara inn í þessa búð og skoða ogogog auðvitað versla líka.
Get alveg labbað þarna um og gleymt mér í gleðinni.
Sumar lyktirnar eru reyndar alveg frekar HEAVY og áskrift á góðan hausverk:
Ég fann loksins minn fullkomna ilm sem ég er ástfangin af og ætla deila með í þessu bloggi 
<3

Þessi búð er í miklu uppáhaldi og því er alltaf til góður lager af handsápum, spreyjum, krúttaða litla sótthreinsandi gelinu og fleiru dúlleríi á mínu heimili.

Á tímabilinu sem ég þurfti að kötta eftir að ég þyngdi mig viljandi (bulkaði) þá BJÓ ég gjörsamlega í elsku æfingatöskunni minni.
Ég var að brenna á morgnana og lyfta í hádeginu, ásamt því að vinna á milli æfinganna og oft langt frameftir kvöldi.

Á þeim tíma gleymdi alveg að setja sjálfa mig í fyrsta sæti.
En eftir það kött tók ég stórt skref fram á við og ákvað eftir það að tríta sjálfa mig betur og get því verið algjör nautnaseggur á kvöldin.
Það er svo mikið best í heimi að koma heim eftir langan dag fara í heita sturtu með góðu sturtusápunni minni, þurrbursta mig, setja bodylotion, naglakka mig og dúlla mér í kósýsokkunum og sloppsanum.

Þegar ég fór til Bandaríkjanna fyrr á árinu fékk ég eina stelpuna sem var að vinna þarna til að aðstoða mig við að finna einhverja létta og góða lykt sem ég fengi ekki mígreni af sem hefur hingað til verið challenge.
Ég get ekki keypt shampoo með rangri lykt þá enda ég bara í mígreniskasti.
Ég ákvað að smella mér á tvo ilmi :
Velvet Sugar
og Pink Chiffon

Þegar heim var komið hallaðist ég meira að
Pink Chiffon.
Ekki útaf nafninu haha.. heldur af því hún er svo létt og fersk !



Þetta stendur um hana á síðunni hjá Bath and Body Works:

A light-as-air pariing of soft pink petals & vanilla chiffon icing


Lavishly splash or lightly spritz your favorite fragrance, either way you'll fall in love at first mist! Our carefully crafted bottle and sophisticated pump delivers great coverage while conditioning aloe mist nourishes skin for the lightest, most refreshing way to fragrance!
  • Top Notes: Sparkling Pear, Peach Nectar, Wild Berries
  • Mid Notes: Tiare Flower, Jasmine Petals, Waterlily, Sheer Apple Blossom
  • Dry Notes: Coconut Milk, Vanilla Orchid, Creamy Sandalwood, Chiffon Musk













Safnið mitt, byrgði mig vel upp af þessu að sjálfsögðu, ekki á hverjum degi sem maður fer til USA :)


Langar samt að prufa fleiri ilmi og fyrir svona nautnaseggi og áhugamenn um snyrtivörur er svo gaman að maður getur skoðað þá eftir stafrófsröð á netinu HÉRNA og lesið um hvernig hann ilmar.
Næst hugsa ég að ég prufi lykt sem heitir
Dark Kiss, fann hana hjá einni stelpu sem ég þekki um daginn og hún virkaði virkilega gúrm, enda stendur í auglýsingunni að hún sé hættulega sexy.. I like it !


A seductive blend of dark berries & vanilla.

Hana er eingöngu hægt að kaupa á netinu.

Núna er bara að skoða á síðunni og fara til USA í shopping eða finna einhvern sem á leið þangað til að græja það fyrir sig ;)

Þangað til næst
LOVE ALE
<3

2 ummæli:

  1. Hvar mæliru með að kaupa bursta fyrir þurrburstun? :):)

    SvaraEyða
  2. Ú næs.. Þrái að eignast þessa lykt núna þó ég sé ekki einu sinni búin að finna hana hahaha!

    SvaraEyða