2.3.14

New in hjá Ale

Þegar ég kom heim hét ég mér því að ég myndi spara !
Það verður eitt af markmiðum komandi mánuða hehe :)

EN svo eru það þessi hlutir sem er bara svo erfitt að lifa án, einmitt svo týpíst að þegar ég kem heim frá útlöndum að allt þetta basic stuff er að klárast og svo reyndar laumast einhverjir aukahlutir sem maður þarf ekkert á að halda með heim líka.



Ræktarbolur, eyrnalokkar, olía fyrir hárið og Reflex cover


Hárvítamín

HÁROLÍAN
Ég er búin að prufa svo margar olíur í hárið, því ég er svo ótrúlega nýjungagjörn.
Þessi frá Philip B heitir Anti Frizz formula 57 og er sú eina sem ég hef keypt aftur.
Þar sem hún er sú besta sem ég hef prufað, luuuv it
<3
Hægt er að lesa nánar um hana og kaupa hana
HÉR.

BLOMDAHL eyrnalokkar
Ég er svo sérstök.. einhverja hluta vegna þá líður mér eins og ég sé nakin ef ég er ekki með eyrnalokka og líka ef ég er ekki með naglalakk.
Elska mína svona eyrnalokka svo mikið sem ég keypti mér um daginn, að ég ákvað að gefa Katrínu í afmælisgjöf og gleðja mig smá í leiðinni..
Á núna bláa, rósgyllta, silfur og bleika.
Það sem er svo mikil snilld við þá er að þeir eru hannaðir fyrir fólk með nikkelofnæmi en eru samt á kjaraverði.
Hægt er að kaupa þá í apótekjum landsins.

REFLEX COVER
Nota þetta undir augun til að highlighta svona eins og Kim K þegar ég mála mig fínt.
Dagsdagleg nota ég þetta svo sem léttan hyljara af því ég vil ekki vera of mikið máluð.
Gefur bara svona fallegt glow undir augnsvæðið.
Reflex cover er frá Make Up Store og því hægt að versla hann þar í þremur litum.

UNDER ARMOUR Hlírabolur í gymmið
Talandi svo um þessa hluti sem hafa laumast með, þá er fjólublái bolurinn sem er með á myndinni eitt af því, hitti vinkonu mína í ræktinni í alveg eins bol og ég bara gat ekki hætt að hugsa um hann, fannst liturinn svo ofurflottur.
Hann er hægt að nálgast t.d. í Intersport.


EVONIA
Hef reyndar bloggað um Evonia vítamínið áður, en ég verð að minnast á það aftur.
Það er nánast ár núna síðan ég prufaði að breyta um hárlit.
Það tók svolítið á og slitnaði það inn á milli í gegnum þetta ferli, ég vil samt meina að þetta víamín sé búið að bjarga því og gera það þykkt á nýjan leik.
Mæli með þessari snilld hef tröllatrú á þessu, hægt að lesa um það á íslensku HÉR.

Hef séð svo mikið af svona new in bloggum sem hafa gefið mér góðar hugmyndir svo ég ákvað að gera slíkt hið sama.
Vonandi gaf þetta einhverjum góð ráð :)

Þangað til næst
LUV ALE <3

2 ummæli:

  1. Hvað er svona hárvítamín að kosta? :)
    Líst vel á svona new in blog!

    SvaraEyða
  2. Þessi boooolur <3 en omy ég held eg prufi þessa hárolíu næst.. þegar ég klára mína Moroccan :)

    SvaraEyða