27.2.14

do what you love

Sit hér eftir vinnu um kvöld.. allt svo rólegt og þægilegt svona seint á kvöldin, vinn svo vel í þessu næði, þannig að færsla er vel við hæfi.
Og ég veit að ég er orðin fullfrísk þegar ég er farin að eyða meiri tíma í ræktinni og vinnunni minni..
Jéébbbs Wonderwoman er mætt á svæðið :)


Fæ alltaf sama kreivingsið á kvöldin þessa dagana og reyni að fá Ísu með mér í ruglið að kaupa Vesturbæjarís og koma með til mín í vinnuna ásamt ananas,  en hún kikknar ekki svo auðveldlega undan.
Einu sinni gerðist ég það einmannaleg að fara EIN að kaupa mér ís.. það er bara eitthvað OFF við það, maður þarf
partner in crime ! ;)


Þetta kombó..vilsvomikiðsvonanúna.

Annars að veikindum þá hef ég ekki verið veik frá því ég byrjaði að vinna sem fjarþjálfari, en ég lét undan og var frá vinnu þarna einhverja tvo daga og endaði bara eins og Exorcist gellan í ruglinu með hita og óráð.. gat ekki borðað og ég veit ekki hvað.

Sem betur fer var ég orðin betri um helgina.. fékk líka andlegt áfall þegar ég steig á vigtina og sá hversu mikið ég var búin að léttast.
Þannig mitt mission er að byrja hægt og rólega að koma mér aftur í gírinn og vinna þetta upp, þetta er stanslaus vinna.. það er bara þannig.
Það var svo gott að komast í tækjasal og sjá þetta silfurlitaða og svarta sem kallast lóð, var ekki búin að sjá þannig í tvær vikur af því ég var í Boston og svo veik.
Svo er ég líka bara svo heimakær og það var gott að taka á því með Ísuflakinu mínu.

(þótt ég hafi ekki verið svona mikill aumingi síðan spagó Ale réð ríkjum).

ÚFF þetta verður challenge !
En ég tek því :)


Tveir síamsapakettir á æfingu ávallt tilbúnir til að strike a pose !

Um helgina og komandi vikur er brjálað að gera í förðunum hjá mér, elska að dúlla mér við það til hliðar með þjálfuninni.
Er einmitt með aðstöðu á skrifstofunni til að farða og bý svo í næstu götu.. gerist ekki betra
<3


Farðaði meðal annars hana Heiðu mína sem er að fara keppa á Arnold Classic USA á morgun ásamt fríðu föruneyti íslenskra stelpna í bikiniftness, er spennt að sjá myndirnar úr tökunni og að heyra hvernig þeim gengur, vonandi er hægt að fylgjast með á facebook.
Set svo kannski myndir úr tökunni hér á bloggið þegar þær eru ready !


Aðalheiður fyrir myndatökuna 


Farðaði Sigurbjörgu fyrir árshátíðina í skólanum sínum í dag.

Er svo að safna í hugmyndir að góðum og fræðandi bloggum og tipsum.
Er með eitt og eitt í huga sem ég fer að smella í framkvæmd á komandi dögum.
Ætla skottast heim í svefnin, hlaða batteríin fyrir komandi átök morgundagsins.


Þangað til næst
LUV ALE :*

2 ummæli:

  1. Mátt endilega blogga oftar og um það sem þú keyptir í USA en annars alltaf skemmtilegt að lesa bloggin þín :D

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus3/3/14 14:49

    Sæl Ale.
    Langaði að spurja þig um eitt, er laktósa fría súrmjólkin frá ms eitthvað verri en létt-ab, hun er nefnilega svipuð í kolvetnum ogsvona :) ?

    Annars flott blogg!
    kv. sandra

    SvaraEyða