20.3.14

matur, tryllitæki og viska

Ég trúi því ekki að eftir 10 tíma vinnudag í tölvunni, ætli ég að halda áfram að sitja og skrifa blogg haha..
Aðeins of langt síðan seinast, verð að halda mér við efnið :)

Fólk spyr mig oft hvernig ég get haldið mataræðinu svona góðu og verið svona mikill matarperri án þess að detta í sukkið.. ég hef fundið ástæðuna !

Ég held að það séu fáir í heiminum jafn miklir matarnördar og ég, enda engin lítil þjálfun í því að fara yfir rúmlega 40 matardagbækur á dag haha :)
Verst var þó að vera í keppnisundirbúningi í kolvetnissvelti í 4 daga og fara yfir matardagbækur.
Oft rek ég augun í eitthvað og fer að kreiva furðulegustu hluti sem ég hef ekki borðað lengi, en ég horfi bara og fer yfir.
Um daginn var það skólajógúrt, normalbrauð, sólkjarnabrauð með osti, snúður og fleira sem ég er ekki vön að borða dags daglega :D


Þessi nördabarbie á vel við, meira segja með bleika tölvu

Af því að ég er að tala um mat þá verð ég nú að koma þessu að.
Smakkaði safa um daginn eins og þá sem eru á Joe and the Juice og Lemon, já ég verð víst að gerast sek um það að hafa ekki smakkað þannig ennþá, en þessi var heimagerður.
Og núna kreiva ég tryllitæki til að mixa svona sjálf heima!
Finnst einmitt snilld svona Nutriullet sem ég sá í Kosti, er alveg við það að hoppa bara og kaupa mér slíkt.. er líka þessi týpa að ef mig langar í eitthvað þá hefði ég helst þurft að fá það í gær.
Spurði út í þetta á likesíðunni minni og það voru bara góðar undirtektir.
Getið lesið þær HÉR :)


Læt ykkur vita ef ég læt verða að því, get þá farið að mixa allskonar unað og deilt með ykkur í mataralbúminu mínu.
Þessi safi sem ég fékk um daginn var með avacado, epli og fleira gúrmi..
Þrái hann núna !

Annars hafa seinustu vikur verið frekar rólegar er svo sannarlega komin á strik í æfingunum og er líkaminn lurkumlamin eftir öll þess átök.
Svona góð // vond tilfinning !
Ætli ég þurfi ekki að læra að hvíla aðeins meira.. miss wannabe Wonderwoman er ekki ein af þeim sem kann að slaka almennilega á, best að hafa nóg fyrir stafni.
Eftir langan og strangan vinnudag mætum við síams í Laugar, our home away from home..
Má samt eiginlega segja þriðja heimilið mitt ef við teljum alvöru heimilið mitt og skrifstofuna með.


Ég hef einmitt aldrei skilið þessa pósta á Instagram með legday, þar sem ég var bara að taka einhverjar brandara æfingar af því ég var að reyna minnka á mér lærin, fá meira samræmi á efri og neðri líkama.
Núna skil ég !!


Ísa náði þessari af mér í dag haha..
Gott að geta mætt í náttbuxum og kósý í vinnuna í þessum fíling hehe..

Er farin að rölta yfir heim í þessum smekklega outfit mínum og nýta kvöldið í stúss, hvíldardagur hjá okkur í dag.
Hver veit nema ég endi með tryllitækið í eldhúsinu að mixa eitthvað gúrm !
Ætla að enda þetta á visku í boði mín, eða réttar sagt Pinterest þar sme ég fann þetta þar, finnst þetta svo krúttlegt og satt.



Allavega þangað til næst elskurnar mínar..
LOVE ALE
<3

6 ummæli:

  1. Hæhæ :) , langaði að forvitnast hjá þér hvernig lappadagar eru hjá þér og hvað þú gerir til að minnka lærin og lappirnar :) ?

    SvaraEyða
  2. Geturu komið með týpiska fótarútínu sem þú mindir taka? :)

    SvaraEyða
  3. Hef aldrei skilið þetta með leg day á instagram haha! En gætiru eitthverntíman skellt nokkrum góðum tipsum hvernig er best að nota kinnalit án þess að lýta út eins og trúður? :)

    SvaraEyða
  4. Ég elska öll bloggin sem þú setur sem segja eitthvað um mat, fær mig alltaf einhvern veginn til að passa meira hvað ég borða næstu daga eftir að ég les það.. Ef ég mætti ráða kæmi eitt blogg frá þér á viku sem minnir mann á að borða hollt og svindla í hófi, þetta er ekkert smá hvetjandi :)
    Langaði bara að skila eftir nokkur orð því ég les hvert einasta blogg en kommenta aldrei, þú ert alla vegna algjörlega mín hvatning þó ég stundi ekki fitness geirann, bara svona hollustu fyrirmynd almennt .
    Kv. Guðrún

    SvaraEyða
  5. ég er líka forvitin með lappadagana þín! :D

    SvaraEyða
  6. Takk elsku stelpur fyrir falleg komment hér :)
    Ég get smellt í eitt stk blogg með einhverjum góðum fótaæfingum.
    En Guðrún varstu búin að lesa þessa æfingu hér fyrir neðan:

    http://alesif.blogspot.com/2014/01/nammidaxxx-og-matarplingar-ale.html

    Og já með kinnalitin þá er það mjög mismunandi eftir bursta, lit og tegund af kinnalitnum.. skal hafa þetta í huga með blogg.

    Fylgist með :D

    SvaraEyða