8.3.14

Enn meiri hugleiðingar, afmæli og tips í boði Ale

Ég elska að koma að koma inn á síðuna mína og sjá svona mikið líf á henni!

Ekkert smá mörg komment sem komu undir seinustu færslu.
Gaman að lesa hvert einasta og fá álit frá öðrum varðandi hugleiðingar mínar, það var nánast hver einasta sem kommentaði undir sammála um það að ég ætti að færa mig aftur niður um flokk, sem sagt módelfitness/bikinifitness.
Það kom mér heldur betur á óvart, en jafnframt fannst mér gaman að flestar voru á því sama og langar mig til að þakka ykkur fyrir falleg komment og hrós
<3

Núna er bara að taka ákvörðun !
Þessi flokkur hefur þróast alveg gífurlega frá því ég keppti í honum seinast, íþróttalotan er ekki lengur, búið að taka sundbolinn út, bikiniin búin að þróast sem og pósurnar.
Allt til hins betra og er þetta orðið að ooofurbombu flokki finnst mér haha :D
Þegar ég skoða líka myndir af forminu mínu síðan þá er svo margt sem ég hef bætt og sömuleiðis annað sem ég get bætt enn betur.
Það sem ég fyrst og fremst hræðist er þessi bombueiginleiki sem ég tel mig ekki hafa, durga-ale er bara alltaf til staðar og vildi helst geta mætt bara í klossum upp á svið.
En það er svo gaman að preppa sig og stíga upp á svið eftir allt erfiðið :D


Arnold Classic Europe 2012

Formið sem þyrfti að bæta ef ég myndi velja þann flokk og sömuleiðis myndi ég vilja gera bikini sem væri meira inn í dag.

EN ég ætla gefa mér góðan tíma í allt saman.. svo þetta kemur í ljós.. vúhú!

Er ekki búin að geta skrifað hér almennilega inn í rúmlega mánuð vegna veikinda, Boston ferðarinnar, meiri veikinda og svo vinnu..
Ekkert smá sem seinasti mánuður hefur tekið á en ég er vonandi öll að koma til, hef ekki getað æft almennilega í mánuð, hef seinustu viku mætt á æfingar og rétt svo tekið á því.
Er virkilega spennt en líka smá stressuð fyrir komandi æfingaviku þar sem ungfrú Katrín Eva er með hrikalegt plan í bígerð fyrir mig með áherslu á bætingar..
Þá loksins get ég farið að vera ÉG á nýjan leik :)
Klæðir mig ekki að vera ræfill í gymminu haha..


Hún Katrín átti einmitt afmæli um daginn og var farið út að borða í tilefni dagsins!
Mamma hennar og hún deila sama afmælisdegi og nafni, svo fjölskyldan hennar joinaði okkur ásamt vinum og við áttum virkilega gott kvöld.


Það er ekki auðvelt að finna gjöf handa Ungfrú Bess þar sem ég og hún erum svolítið fyndnar týpur, ef okkur langar í eitthvað, viljum við helst hafa eignast það í gær.
Að lokum small þetta allt saman og fékk hún pakka Alestyle !


Bath and bodyworks glimmer sprey, Blomdahl rósargylltir eyrnalokkar og Sisheido augnhárabrettari með kisukorti hehe :)

Langaði einmitt að deila með ykkur þessum brettara, sá besti sem ég hef prufað.
Skoðaði vel á Sephora síðunni áður en ég fór út og sá að hann var að fá hæðstu einkunn.
Keypti mér úti en fann þennan hér svo í Hagkaup.
Hef aldrei verið jafn sátt með augnhárabrettara.. mæli með því að tékka á honum.



Og svona gæti ég haldið áfram að deila hugmyndum sem mér detta í hug.
Sumar læt ég duga að setja bara inn á Instagramið og likesíðuna mína þannig ekki gleyma að fylgjast með þar líka.. eru linkar á bæði hér til hliðar.

Fyrsta helgin í langan tíma sem ég er ekki að farða eða vinna, svo ég er farin að njóta, tjilla og kannski bara vera flippuð og smella einni mynd í tækið.

Þangað til næst
LUV ALE
<3

3 ummæli:

  1. Nafnlaus8/3/14 19:21

    Eg er að followa þig á instagram og vá girnilega myndin sem þú lést inná í dag af beyglunni!! mmm
    en þú kommentaðir undir að þetta væri hollt og ég var að sjálfsögðu ekki hissa á því útaf innihaldinu nema beygluna, hef ég verið að misskilja ég einhvernveginn hef alltaf haldið að beyglur væru óhollar
    og fannst það mjöög leiðinlegt því þær eru svo fjandi góðar!!

    eru þær ekkert eins ohollar og ég held? hehe kannski pinu kjanaleg spurning, allavegna elska bloggið þitt! ert algjör fyrirmynd

    SvaraEyða
  2. Þú ert svo flott elsku Ale mín!! ert mörgum stelpum til fyrirmyndar þar á meðal mig:) ert snillingur elskan, þú átt klárlega eftir að ná langt <3 er svo gaman að lesa bloggin þín elskan;)

    SvaraEyða
  3. Hæhæ

    Í þessu tilfelli var þetta hádegismatur á nammidegi hjá mér og einmitt var allt innihaldið mjög hollt og gott, eitthvað sem ég myndi fá mér á venjulegum degi.
    Á slíkum degi borða ég nokkuð hollt og reglulega yfir daginn og fæ mér svo eitthvað gúrm um kvöldið.

    Beyglan er ekkert voðalega holl en betri kostur en margt annað, fæ mér þannig á laugardegi og hef alveg fengið mér einu sinni og einu sinni í miðri viku.
    Svo er hægt að gera þetta kombó með flatkökum, speltrúgbrauði eða þá lífskorna eða spelt brauði frá Myllunni, ef maður vill velja betri kosti.

    Takk annars fyrir fallegu orðin.

    Og María takk innilega fyrir fallegu orðin líka, gaman að sjá að fólk er að fylgjast með :*

    Ale <3

    SvaraEyða