8.2.14

Minna en vika í USA og allt á fullu

Alveg vika frá seinustu færslu, ég sem var komin með svo góða reglu á þetta.
Þetta þarf að bæta!

Annars koma svona tímar sem er meira að gera en aðra.
Við opnuðum fyrir umsóknir fyrir febrúar mánuð og er því brjálað að gera, svo er ég að undirbúa fram í tímann í vinnunni af því ég er að fara út, nóg að gera í förðunum og bara skemmtilegt... er alveg að elska þetta !
Hef svosem ekki frá mörgu að segja þar sem að flestir dagarnir einkennast af því sama og ég hef ekki gefið mér tíma í að finna eitthvað sniðugt bloggefni.
Allar ábendingar eru því vel þegar :)

Seinustu helgi fór ég á ofurheitt deit með fjórum skuttlum á Austurlandahraðlestina og svo í Vesturbæjarís.. mikið var það ljúft !
Það sem maturinn er góður þar og svo gott að eiga svona skemmtilega kvöldstund.
Takk aftur fyrir með elsku stelpur, hlakka til að endurtaka þetta :)



Ísa, ég og Ásta // Helen og Kristín

Um helgina fór ég líka í prinsessutrít til hennar Auðar minnar að fríska upp á hárið mitt og svo til Rósu minnar í vikunni að fá augabrúnir og augnhár.
Virkilega gaman að eiga svona flinkar vinkonur sem hugsa um mann og vá hvað það er ljúft að komast í svona slökun inn á milli... smá svona me time.
Fyrir utan það að mér líður eins og nýrri manneskju haha.


Ég og síams erum búnar að vera einar heima þessa vikuna þar sem hinn helmingur heimilisins er staddur á Florida.
Fengum mjög skemmtilegt sms þar sem þau tjáðu okkur um veðurfarið úti, meðan hér er kuldi og rigning og já bara allur pakkinn til skiptis.
Af því að þau eru lengur úti á Florida heldur en ég með þeim í Boston, nýtti ég tækifærið og sendi pakka á hótelið til þeirra.
Var glöð að fá hringingu og heyra að allir pakkarnir væru mættir á svæðið :D
Hlakka til að blasta gúrmei lögum í Beats og nota fínu fötin.

Hér er það sem ég pantaði mér á Forever 21


Já ég pantaði mér bara þennan bol en ég veit ekki hvort ég þori að klæðast honum, fannst hann bara svo fyndinn og kúl... hehe

MINNA EN VIKA !!
Getekkibeðið
<3

Rak augun í eina sveiiiiiiitttustu bombu sem ég hef séð á netinu, hjá pjattrófunum.
Kaka sem kallast slutty brownie enda eitt svaðalegasta kombó sem ég hef séð en ég hef ekki hætt að hugsa um hana.
Kannski ég gerist ofur flippuð og testi hana um helgina :D
Hana má finna HÉR

Allavega þangað til næst, set stefnuna á eina færslu áður en ég fer út.


LUV ALE <3

4 ummæli:

  1. Nafnlaus8/2/14 13:13

    Væri mjög gaman að fá færslu um rétta næringu fyrir og eftir æfingar :)

    SvaraEyða
  2. Virkilega góð hugmynd !
    Takk fyrir þetta, set stefnuna á þetta í vikunni :D

    SvaraEyða
  3. Hún er sjúúúkelga góð þessi slutty brownies - en það er alveg nóg að fá sér eina sneið :)

    SvaraEyða
  4. Pant fá mynd af slutty brownie þegar þú ferð að baka, og umsöng um bragðið ;)

    SvaraEyða