5.1.14

Nýtt ár runnið í garð

ÚJÉ BEIBÍ !! :)

Tæplega vika liðin af nýju ári og mér líkar það svo sannarlega vel.
Myndi segja að janúar sé einn af þeim mánuðum sem ég er í essinu mínu, það er svo mikið að gera í vinnunni,
 sem gerir það að verkum að ég er ooofur skipulögð..
Ekki það að ég er það nú flest alla daga ársins, en ég fúnkera laaangbest þegar það er mikið að gera...
loveit !

Eitt af því sem mér finnst svo gaman að gera fyrir sjálfa mig og engan annan á nýju ári, er að skrifa niður markmið fyrir komandi ár.
Svo les maður þau yfir þegar árinu er að ljúka og þá er gaman að sjá hvað maður náði að afreka af þeim, miklu sniðugara heldur en að setja niður nýársheit sem flestir standa ekki við.
Á hverju ári fer ég að fjárfesta í nýrri dagbók til að skipuleggja mig og ganga úr skugga að ekkert gleymist, markmiðin mín skrifa ég svo aftast, þannig ég get alltaf kíkt á þau.
Mæli með því að prufa að gera þetta.
KV.NÖRDIР

Hér kemur brot af mínum markmiðum:
*Eitt af mínum markmiðum er það sama og ár hvert..
Að vera duglegri að taka mig fínt til á morgnana og nota fötin mín, ekki hoppa í kósý.

*Mála mig fínt líka við fínu fötin.
*Vera dugleg að fara í göngutúra, óþolandi hvað maður keyrir allt og nýtur ekki ferska loftsins.
*Spara fyrir shoppintime í Boston... bráðum mánuður !
*Vera duglegri að gera eitthvað, það er stundum bara svo gott að vera heima í kósý.
*Hætta þessu kósýrugli og njóta lífsins haha!!
*Fara í bíó, fer aldrei í bíó !
*EKKI keppa á neinu fitnessmóti (þetta verður erfitt fyrir keppnis Ale)
*Vinna að skrokkabætingum og vera í formi.
*Eignast BLEIKA Kitchen Aid
*Vera jákvæð (eitt af því mikilvægasta)

Svona svo eitthvað sé nefnt..
Finnst mega skrítið að hafa ekki neitt mót til að stefna að á næstunni og er smá smeyk að ég keppi þá kannski bara aldrei aftur eða eitthvað.. ár er svo lengi að líða.
En ég hef svo margt annað spennandi í kringum mig og það að keppa í fitness er einungis brot af því.



Þannig það eru bara ofurmetnaðarfullir og skemmtilegir tímar framundan.. jákvæðnin alveg í botni hérna megin.. en þannig gerast líka góðu hlutirnir.

Í dag fór ég í myndatöku fyrir auglýsingu sem tengist meðal annars Betri Árangri..
Mun sennilega geta sagt frá því betur í vikunni.. spennandi !



Myndatökufín í morgun :)

Er að spá að láta þetta gott heita.. löngum vinnudegi lokið og ég dett í bloggmission.
Er svo að brainstorma um blogghugmyndir.. langar að tala um svo mikið.

Þangað til næst
LUV ALE :*

2 ummæli:

  1. Nafnlaus8/1/14 20:06

    Alltaf gaman að lesa bloggið þitt :) - góð hugmynd að skrifa niður markmiðin sín og hafa þau sýnileg! Ég reyni að setja mér ársmarkmið og svo svona skemmri mánaðarmarkmið eða svo, set þau upp á spegil inní herbergi svo ég muni alltaf eftir þeim :) Hjálpar svo mikið við að standa sig.

    Kv. ein sem byrjaði að lyfta hjá ykkur fyrir ári og æfir nú 6 daga vikunnar, algerlega ræktarsjúk!

    SvaraEyða
    Svör
    1. Æjjj hvað það er gaman að fá komment og það svona skemmtilegt og krúttlegt ! :)
      Takk fyrir fallegu orðin og gaman að heyra að við höfum hvatt þig áfram og gert þig ræktarsjúka hihi...

      Haltu áfram að vera dugleg og gangi þér vel :)

      Eyða