11.1.14

jats timinn flygur

Time flies and I like it !

Er það líka ekki þannig þegar maður hefur nóg að gera og gaman!? :D
Held það nú...


Er alveg að elska hvað það er mikið að gera í vinnunni.
Það er núna fullt í allar startdagsetningar janúarmánuðar sem við erum svo ótrúlega þakklátar með og alveg upp með okkur yfir áhuganum.
Enda mættar um daginn í vinnuna á mánudagskvöldi eftir kvöldmat og rækt, ég í sloppsanum og Katrín komin með fjóra í útvíkkun, svo eðlilegar vinkonur haha..





Af því að tíminn flýgur svo hratt þá styttist í fullt meira gaman..
Meðal annars er núna bara mánuður á morgun í að ég fari til Bostooooon víjjj..

Ég veit hreinlega ekki hvort það sé góðs viti að ég pantaði mér ferðina með svona miklum fyrirvara, því alltaf bætist meira við elsku innkaupalistann minn.
Er líka búin að vera dugleg að dunda mér að skoða á netinu að mindshoppa og fá hugmyndir á Pinterest af outfittum..
Ætla hafa það sem markmið að kaupa mér ekki drasl, heldur veglega hluti.
Hlakka líka til að kaupa mér ný íþróttaföt, svo mikið af litum og úrvali í USA.. komin tími til þess að endurnýja aðeins.
Er t.d. búin að vera skoða inn á Victoria Secret og nýjustu íþróttafötin þar eru svoo fííín:)


Ég póstaði í seinasta bloggi að við Katrín værum í gegnum Betri Árangur að vinna að skemmtilegu verkefni sem ég fór í myndatöku fyrir..
Get vonandi sagt betur frá því á morgun en annars pottþétt á mánudaginn..
 Þannig
STAY TUNED... spennó,spennó !

Af því ég er svo ekki að kötta er ég að elska að borða bara holla og góða matinn minn og fikra mig áfram í uppskriftum og öðru... er aðeins of mikill matarpervert!
Ætla því að vera dugleg að pósta inn á likesíðuna, bloggið og Instagram..
Það er til svo mikið sem er hægt að gera á hollari og betri máta og langar mig að deila þeirri þekkingu með öðrum..
Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að kenna það sen við erum að gera í þjálfuninni, það er svo misskilið að maður þurfi að vera borða þurrar bringur, hafra og prótein til að koma sér í form.
Það er ekki lífsstíll til lengdar :D

Setti einmitt inn tvær góðar hugmyndir í vikunni:

Við systurnar eigum það til að vilja allt ískalt og setjum það því í frystinn.
Systir mín setur meira segja skyrið sitt þar (sem mér finnst krípí) en nýjasta nýtt að setja Hámark þar inn, þannig að hann verður eins og búðingur..

Ég er súkkulaðimegin í lífinu en hún karamellu.
Hún fær sér alltaf karamellu Hámarkið og setur út á Torani sýróp með karamellubragði sem er gert úr Splenda og því sykurlaust.




Frosinn Hámark sem millimál í vinnunni..


Þetta fékk ég mér í morgunmat í dag.
Þetta er sem sagt Létt AB mjólk, Kornfleks, rúskur og þurrkaðir bananar... LOVEIT!


Ætlaði bara að hafa þetta stutt spá í að vippa mér yfir í vinnuna eða gera eitthvað vitsamlegt, kann ekki að tjilla og njóta.. þetta er allt saman í vinnslu.
Langar bara að gera allt í heimigeiminum og er með svo margar hugmyndir í höfðinu sem mig langar að koma frá mér, vildi innilega óska þess að sólahringurinn væri smá lengri.
Ef ég væri ekki með nörd með dagbók alltaf við hendina, myndi ég gleyma helmingnum af því sem ég þarf að gera hehe..

Þangað til næst
LUV ALE :*

0 ummæli:

Skrifa ummæli