12.1.14

Nammidaxxx og matarpælingar Ale

Verandi fitnesskeppandi er maður ósjálfrátt búin að gefa færi á því að fólk tali um mann, enda er maður að keppa á bikini einum klæða á flóðlýstu sviði í gangrýni eins og hún Katrín orðaði svo snilldarlega í pistli sem lesa má HÉR.



Sumt af þessu sem er sagt er gott en vissulega er slæmt umtal líka..
Mikið af þessu ratar alla leið til mín, þar sem Ísland er ekki beint stærsta land í heimi.
Það tekur smá tíma að læra að takast á við þetta.. taka góðu hlutina inn, en leyfa þeim slæmu sem vind um eyrun þjóta :)

Ég hef upp á síðkastið mikið heyrt að fólk sé að spá í hvernig ég borða..
Já eða hreinlega fengið spurningar um það á facebook.
Ég hef heyrt margar útgáfur..
Að ég sé bara að kötta alla daga, borði sjúklega mikið, taki hellaða nammidaga og nánast keyri milli skyndibitastaða, borði hollt en sé alltaf að svindla og ég veit ekki hvað..


Af því að mig langar til að smella inn uppskriftum&hugmyndum um mat, bæði hollum og óhollum þá langaði mig til að taka þetta fyrir áður.
Ég hef áður talað um þetta á blogginu, en kannski ekki beint hvað ég geri sjálf :)

Einnig af því ég er með mína bloggsíðu, likesíðu, í auglýsingum, fjarþjálfari og lifi í kringum þennan lífsstíl hef ég einhverra hluta vegna orðið að fyrirmynd fyrir aðrar stelpur, sem mér finnst svo innilega óraunverulegt.
Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að þær haldi ekki að ég sé að gera eitthvað sem mér finnst ekki vera rétt.. sem er einnig svona ástæðan fyrir þessari færslu.





Það er svolítið challenge að byrja þar sem ég get sagt svo ótrúlega mikið.
Frá því að ég byrjaði að æfa og svo þjálfa hef ég sankað að mér gríðarlega mikilli þekkingu með því fyrst og fremst að vera í kringum Katrínu og Magga, lestri, kenna öðrum, prufa mig áfram sjálf og ég tala nú ekki um fjöldan allan af matardagbókum sem ég hef farið í gegnum hverja viku síðan ég byrjaði sem fjarþjálfari sem hafa kennt mér ótrúlega mikið.
Og ég get alveg sagt að ég er enn að læra, það er alltaf hægt að læra meira og það er stöðug þróun í gangi, þannig ég mun alltaf vera bæta við mig meiri þekkingu..
Sem mér finnst mjög spennandi og gaman :D


Síðan ég byrjaði að æfa og þjálfa hefur mjög mikil vakning átt sér stað hvað heilsu og hreyfingu varðar.
Ég gleymi því aldrei þegar ég var að segja öllum að mig langaði til að skrá mig í þjálfun (þá spaghettireim) og fólk fussaði bara og sveijaði og spurði mig til hvers ég þyrfti þess nú eiginlega ég væri hvort sem er mjó !?!
En mig langaði ekki til að vera bara mjó, mig langaði til að vera fit með flottar línur og ég þoldi ekki að vera með pönnukökurass og vildi móta hann enn frekar og fyrst og fremst kunna hollan og heilbrigðan lífsstíl.
Þá tíðkaðist það ekki beint að stelpur væru eitthvað að byggja sig upp og móta.
En sem betur fer er það hugarfar að breytast og sækja stelpur um í þjálfun til þess að styrkja sig og byggja sig upp.

Það sem við leggjum upp með mataræðinu í þjálfuninni okkar er að gera það að lífsstíl, því þannig er svo auðvelt að viðhalda forminu eftir að því er náð.
Þannig þú ert ekki eingöngu að fá árangur með formið heldur sömuleiðis að afla þér þekkingu sem þú munt búa að til frambúðar.
Það mataræði sem við kennum er því sá lífstíll sem við ég, Katrín og Maggi kjósum sjálf að fara eftir :)


Svona á daglegu nótunum þá eru alltaf nokkrar grunnreglur sem ég hef bakvið eyrað:


**Borða vel og reglulega yfir daginn, sirka fimm til sex máltíðir.
Byrja alltaf daginn á flottum og góðum morgunmat, mér finnst sú máltíð vera eins og bensín til að starta deginum undirbúa mig fyrir komandi átök.
Matmestu máltíðirnar eru morgun-hádegis og kvöldmatur, inn á milli eru svo léttari máltíðir eða svokölluð millimál.
**Þekkja munin á kolvetni, fitu og próteinum, hef tekið eftir að þetta vantar hjá mjög mörgum.
**Ég drekk yfirleitt bara vatn með flestum máltíðum nema einstaka sinnum kristal, þar sem mikið af drykkjum eru óþarfa hitaeiningar og vatn er einfaldlega bara BEST.
**Ég passa mig alltaf að drekka vel af vatni yfir daginn.
**Allt er gott í hófi og borða ég því eins og líkaminn kallar á, það getur nefnilega líka dregið úr árangri að borða hollan mat í of miklu magni.
Ef ég tek sem dæmi þá t.d. er mjög auðvelt að borða mikið af þurrkuðum ávöxtum, hnetusmjöri, hnetum og fræjum, en þetta er allt mjög hitaeiningaríkt og því þarf að borða þetta í hófi.

**Ég vel mér alltaf betri kosti eins og t.d. í staðin fyrir að fá mér brauð fæ ég mér flatkökur, í staðin fyrir að fá mér nýmjólk fæ ég mér fjörmjólk.. þannig í rauninni er ég ekkert að neita mér um neitt, heldur vel ég sjálf að skipta yfir í betri kosti.
**Ég borða ekki mikið af fituríkum mat, vel mér frekar fitusnauðan, en vil samt sem áður fá fitu í líkamann og fæ mér því góða fitu eins og t.d. úr avacado og hnetusmjöri.**Borða ekki mikið af unnum mat.
**Öll fæðubótarefni hugsa ég sem viðBÓT við fæðuna og drekk því prótein eftir æfingar og svo kannski einu sinni til viðbótar við það ekki meira.. því öll næring og prótein eiga fyrst og fremst að koma úr fæðunni.
**Þegar ég versla er ég mjög dugleg að lesa á innihaldslýsingar og vera meðvituð um það sem ég kaupi inn og læra meira.
**Mér finnst vera mjög góð regla að temja sér skipulag, ef þú ert að fara í vinnuna að vera þá með nesti.
Ég fer sjálf með nestistösku í vinnuna því þá þarf ég ekki að vera með valkvíða yfir hvað ég ætla fá mér að borða og kemur í veg fyrir að ég fái mér eithvern óþarfa.
**Hreyfi mig náttúrlega samhliða hollu mataræði.
**Og að lokum þá er ég einungis með einn nammidag í viku sem ég leyfi mér meira en aðra daga.. ef mig langar mjög mikið í ís einn daginn eða eitthvað annað sérstakt þá leyfi ég mér það alveg því að ég borða ofur hollt allan ársins hring en ég viðurkenni að ég er ekki nógu villt til að gera það oft hehe..

NAMMIDAGURINN


Já ég vil sko taka hann sér fyrir !!
Í þjálfuninni leggjum við upp með að það er EKKI dagur sem þú ert bara á beit allan daginn og endar með foodbaby, af því loksins er kominn nammidagur, langt því frá.
Nammidagurinn er hugsaður til þess að koma í veg fyrir stöðnun og hálfgerður öryggisventill, ef svo má að orði komast.
Maður þarf einu sinni ekki að fá sér nammi þennan dag, bara aðeins breyta útaf vananum og leyfa sér meira en þú ert kannski vön, hækka aðeins hitaeiningarnar til að líkaminn fá smá tilbreytingu og þegar maður fær kreivings í miðri viku er fínt að vita af nammidegi handan við hornið.


Nammidagurinn er sá dagur sem þú getur leyft þér aðeins umfram þetta venjulega og þá erum við að tala um í hófi.
Mjög mikilvægt þennan dag sem og aðra daga að borða vel og reglulega yfir daginn, það vill oft gleymast í allri gleðinni og þá er auðvelt að breytast í lítið skrímsli þegar að kvöldi kemur og kreivings koma á yfirborðið.

Ég sem sagt borða bara nokkuð hollt og reglulega yfir daginn og leyfi mér kannski aðeins stærri skammta af þeim mat sem er hollur og mér finnst sjúklega góður svo kannski einn og einn mola á milli, ef mig langar í rúnstykki eða eitthvað sem ég er ekki að borða á virkum dögum þá fæ ég mér alveg þannig.

Ég er ekki að vakna og fara út í búð og kaupa með snúð, nammi sem millimál, sveittan mat í hádeginu og í kvöldmat líka.

Ég fæ mér frekar góðan morgunmat og í staðin fyrir að fá mér kannski eina skál fæ ég mér tvær, því jú það er stundum ótrúlegt hvað ég get borðað stóra skammta.
Svo í gegnum daginn er ég að borða mjög svipað og aðra daga.




Morgunmaturinn minn á nammidegi seinasta laugardag.
Létt AB mjólk, Kornfleks, þurrkaðir bananar og rúsínur.


Ég hef stundum verið spurð hvað ég ætla að fá mér í 

morgunmat á nammidegi og svipurinn á fólki þegar ég segist ætla fá mér Kornfleks og oftast fylgir þessi setning eftir á...
,,Bíddu er ekki nammidagur hjá þér og ætlar þú að fá þér kornfleks?"


Ég fæ mér eina svindlmáltíð yfir daginn ef það er hægt að kalla hana það sem er kvöldmaturinn og þá er það stundum pizza, hamborgari eða þá bara einhver djúsí heimilismatur sem ég er kannski ekki að fá mér á virkum degi eins og spaghetti m/hvítlauksbrauði, steik með ostasósu svo dæmi sé tekið.
Það hefur svo komist í vana hjá mér að fá mér smá bland í poka og svo ís..
Allt í hófi að sjálsögðu :)




Svo er náttúrlega mismunandi hvað hentar hverjum og einum og hvað fólk trúir á en þetta er það sem ég trúi á og virkar fyrir mig.
Mitt markmið er að vera í formi allan ársins hring, ekki þennan eina dag sem ég keppi.
Ég er náttúrlega aldrei í keppnisformi allan ársins hring, en finnst fínt að vera ekki langt frá því og til þess þarf ekki að vera borða kjúklingabringur, hafra og prótein eingöngu, sem er eitt af því sem mig langar að koma til skila með þessari færslu.

Það er ekki fyrir neinn að lifa einöngu á slíku fæði og ég tel það ekki vera lífsstíl til lengdar.

Sem dæmi þekki ég margar stelpur og konur sem vilja koma sér í form strax og því fara eftir köttplani þrátt fyrir að vera ekki að stefna að neinu móti.
Þær byrja að kötta og svo eitt og eitt kvöld fá þær sér smá nammi eða eitthvað því þær eru að kikkna undan álaginu af því þetta er svo lítill matur og vantar alla fjölbreytni...
Í stað þess að borða vel og reglulega og gefa sér lengri tíma í árangur og afla sér þekkingu í leiðinni.
Þess vegna segi ég alltaf að gullni meðalvegurinn sé bestur, það að gera þetta að lífsstíl.


Það fá sumar konur sjokk þegar þá fá matarplan frá okkur og sjá hluti eins og:
Kornfleks, Cheerios, venjulegt skyr, flatkökur, ost (9%),burrito, ávexti og annað því þær bjuggust við einhverju kisaplani, en þetta borða ég með bestu lyst alla daga þegar ég er ekki að keppa.

Eins og ég sagði fyrir ofan þá snýst þetta fyrst og fremst um þekkingu, að kunna og vera meðvituð.
Það að vera í formi er auðveldara þegar þetta er til staðar, en það er vissulega stöðug vinna og getur maður rokkað til og frá hvað formið varðar.

Ég er kannski ekki eins og fólk er flest.. má eiginlega segja að ég sé óþægilega öguð, það öguð að stundum fer í taugarnar á mér að ég geti ekki verið aðeins meira kærulaus þegar að þessu kemur.
En hinsvegar hefur það skilað mér þann stað sem ég er nú í dag, ég má ekki gleyma því :)





Held ég láti þetta gott heita í bili, fór aðeins fram úr mér hvað lengd varðar en vonandi vakti þetta einhvern áhuga og veitt öðrum þekkingu sem ekki var til staðar áður.
Gæti mögulega verið að ég hafi gleymt einhverju en það verður bara að hafa það.

Mun svo pósta inn í vikunni bloggi varðandi myndatökuna og spennandi verkefnið :D

Þangað til næst
LUV ALE :*




14 ummæli:

  1. Snillingur, mjög góð færsla!

    SvaraEyða
  2. langaði að forvitnast, er eitthvað sérstakt sem þú hefur tekið eftir að fólk sé að misskilja oft sem hollt? ég er að reyna taka mataræðið í gegn og var að spá hvort það væri einhver sömu mistök sem margir væru að gera sem þeir telja hollt en er ekki?

    SvaraEyða
  3. Þú ert þvílík fyrirmynd !
    Takk fyrir þessa færslu, nauðsynlegt að lesa svona annaðslagið ! :)

    SvaraEyða
  4. Mjög góð færsla!

    SvaraEyða
  5. Fannst mjög gagnlegt að lesa þetta - virkilega góð færsla :) Þú ert ekkert smá flott fyrirmynd!

    SvaraEyða
  6. Langar bara að byrja á því að þakka innilega fyrir öll fallegu orðin og hvatninguna, með það innilega miklils <3
    Ætla setja það í vana minn að vera duglegri að smella inn fróðleik, er smá feimin við það en er öll að koma til.

    Til að svara spurningunni hjá anonymous.. djók manneskju númer tvö.
    Þá er það ekkert endilega eitthvað eitt sem er að spila inn í, það er alveg allur gangur á því.
    Eins og ég segi að borða hollt í miklu magni, að halda að eitthvað sé hollt af því það stendur fitness á því og svo margt.
    Þess vegna elska ég að fara yfir matardagbækur, það segir allt um mataræðið hjá viðkomandi og gefur grunnin að því sem koma skal.
    Öllum lærdómnum sem framundan er :D

    kv.Ale :*

    SvaraEyða
  7. Þú ert svaka dugleg og hvetjandi að fylgjast með bloggum frá þér. Gefur okkur hinum hugmyndir að hollu mataræði og heilbrigðum lífstíl. Ég dáist alveg að þér hve langt þú hefur náð. Ég vil endilega ekki þú hættir að blogga, þú ert góður penni, veist þitt fag og bara gaman að fá að vera heppin að fylgjast með. Ég þekki þig ekki, en finnst ég þekkja samt, man að þú varst í FÁ á svipuðum tíma og ég og svo eigum við sameiginlegan vin. Haltu svona áfram Ale að vera góð fyrirmynd, ekki hlusta á þetta neikvæða frekar það jákvæða sem þú hefur atorkað.

    SvaraEyða
  8. Hæææ takk kærlega fyrir fallegu orðin !! :)
    Er alveg virkilega upp með mér en jafnframt smá forvitin, ein forvitnasta manneskja sem ég veit.

    Bara gaman að vita að það er verið að fylgjast með mér, þetta hvetur mig svo sannarlega áfram og þykir mér svo innilega vænt um og skemmtilegt að fá komment á bloggið mitt.

    Takk svo mikið <3

    SvaraEyða
  9. Hæ!
    Ég er orðin fastagestur á blogginu þínu og langaði bara að skilja eftir nokkur spor og þakkir fyrir að vera þú SJÁLF :)
    Þú hefur reynst mér ótrúleg hvatning til að breyta um lífsstíl og viðhalda honum & svo er einstaklega gaman að lesa uppskriftirnar þínar & allar hugmyndirnar af fjölbreyttu & hollu mataræði.
    Takk takk takk & ég hlakka mikið til að halda áfram að fylgjast með & lesa þitt dásamlega blogg :)
    - Sara Péturs

    SvaraEyða
  10. Þessi predikun um NAMMIDAG var akkurat það sem ég þurfti :) Þú og Katrín eruð alveg yndislegar !

    SvaraEyða
  11. Æjjj vá takk kærlega fyrir Sara bæði fyrir að kommenta og það undir nafni, þurfið alls ekki að vera feimnar við mig er mjög einlæg og öll af vilja gerð :D
    En líka takk kærlega fyrir hrósin og að fylgjast með mér, svo ótrúlega óraunverulegt en ég kann svo virkilega mikið að meta það.

    Ekkert smá gaman að ég geti hvatt aðra áfram og kennt eitt eða tvennt í leiðinni.

    Segi bara AMEN ef nammidagspistilinn gerði eitthvað fyrir þig.. víjj er svo ánægð er búin að fá svo góðar undirtektir og falleg hrós <3

    SvaraEyða
  12. frábær færsla hjá þér Ale :) þú ert snillingur!

    -Dóra Sif

    SvaraEyða
  13. Þessi færsla er alveg virkilega góð! Ég fylgist mikið með blogginu þínu og langaði að koma því á framfæri hvað ég væri til í að sjá færslu um það hvernig á að borða í kringum æfingar :) Hvað sé t.d best að fá sér fyrir og eftir lyftingar og hvað löngum tíma fyrir æfingar maður eigi að borða o.s.fr

    SvaraEyða
  14. Sæl Ale! Langaði að spurja þig að einu sem eg hef verið að pæla í.
    Laktósafría súrmjólkin, er hún eitthvað verri en Léttt AB?

    SvaraEyða