28.12.13

next up gamlárs

Jólin komin og farin, eða svona þannig séð.
Þeim lýkur víst ekki almennilega fyrr en á þrettándanum góða :)
Svona mesta jólahátíðin er allavega afstaðin og eins og það var nú ljúft að tjilla aðeins þá virka ég bara svo mikið betur í rútínu og þegar ég hef mikið fyrir stafni.
Var nánast komin með legusár og sloppurinn minn farinn að gróa fastur við mig.

Fékk fullt af gúrmei mat, fallegar gjafir, slappaði af og hafði það notalegt.. kósý eins og það gerist best.

Í blogginu fyrir neðan var ég einmitt að tjá mig um komandi jól og jólatrésmissionið.
Það fór víst þannig að jólatréin voru búin og borðskrautið endaði sem jólatré heimilisins.
Það er klárt mál að systir mín og pabbi munu ekki fá það verkefni að redda jólatréi næstkomandi jól hahaha..


Ein krúttlegasta gjöf sem ég hef fengið í gegnum tíðina leyndist í einum pakkanum.
Hún var frá engum öðrum en litluSTÓRU systir minni.
Það var meðal annars sitthvort hjartahálsmenið sem á stendur Bestu Vinir <3
Ég fékk hægra menið þar sem hún sagði að ég væri hægri hönd hennar í lífinu.
Krúttlegast í heimigeimi enda er þessi naggur eitt það besta sem ég á!


JÓLIN Í HNOTSKURN:

Kósy, nömm, sörur, kúr og bestasta&krúttlegasta jólamyndin the Holiday


Svo var virkilega gott að fara í ræktina annan í jólum  og taka almennilega á því eftir alla letina og kærkomna hvíld, en það er algjört must líka.
Finn samt bara hvað ég er mikið orkumeiri og aktívari þegar ég hreyfi mig og tala nú ekki um hvað mér líður mikið betur í maganum þegar ég borða hollan og góðan mat.
Eins mikið og ég elska súkkulaði þá á góður matur vinningin !



Þá er bara next up GAMLÁRSKVÖLD

Eitt af þessum fáu kvöldum á ári sem maður getur verið ALL IN hvað klæðnað, makeup, hár, glimmer og glingur varðar.. svo gaman :D

Við systurnar fórum áðan í
Partýbúðina að skoða, það er svo mikið skemmtilegt til.
Þarna voru glös, hálsmen, borðskraut, blöðrur og bara name it.. ef þú vilt taka kvöldið alla leið með skreytingar þá myndi ég allavega leggja leið mína þangað
Löbbuðum sáttar út með hatta á alla meðlimi heimilisins, nema ég smellti mér á eitt stykki kórónu að sjálfsögðu.


Reyndar finnst mér áramótin yfirleitt frekar ofmetin.
Flestir hafa svo miklar væntingar að oft verða þeir fyrir vonbrigðum, svo halda margir að áfengisþolið sé meira þetta kvöld en önnur kvöld ársins og enda þar af leiðandi hauslausir haha..
En það er alltaf gaman að vera í góðu partýi með fólkinu sem manni þykir vænt um og njóta fyrstu tímum nýja ársins með þeim :)

Ég er allavega búin að vera skoða kjóla á netinu, en held ég endi í einhverjum af þessum sem ég á og hef aldrei notað.
Fann nokkra flotta kjóla á netinu í þessum búðum:

Define the line

Svo er naglalakkið, það er svo gaman að vera með glimmer og fínt á nöglunum.
Ef þú ert að leita af slíku myndi ég leggja leið mína í
INGLOT eða MAKE UP STORE.. þar er fullt af úrvali af allskonar glimmeri og naglalakki.
Leyfu nokkrum hugmyndum af Pinterest að fljóta með.





Næst er það hárið, en eins og tískan er í dag þá eru liðir eða slétt hár svona það sem er lang vinsælast, það tíðkast ekki eins mikið að vera með greiðslur.
Mér finnst samt alltaf classy að vera með fallegan snúð í hárinu.




Svo er það síðast en ekki síðst makeupið sem mér finnst laaaaang skemmtilegast að spá í.
Er búin að vera skoða myndir á Instagram og Pinterest til að gefa mér hugmyndir, en ég er núna byrjuð að skrá niður og raða förðunum fyrir Gamlárskvöld.
Seinast var biðlisti þannig það er mjög sniðugt að tryggja sér tíma sem fyrst.
Getur skoðað nánar myndir og hvernig þú pantar tíma HÉR.


Það er svo gaman að vera aðeins ýtkari máluð en vanalega þetta kvöld, vera með augnhár og kannski smá glimmer eða slíkt.
Uppáhalds augnhárin mín núna eru númer 36 frá MAC, þau eru samt nokkuð venjuleg, þegar ég vil hafa þau ýktari nota ég nr 48.
Ég tók einu sinni saman í færslu þau augnhár sem eru í uppáhaldi sem þú getur skoðað HÉR.

Mér finnst alltaf gaman að láta svo kinnalitinn og varirnar vera í stíl, jafnvel naglalakkið í stíl við varalitinn líka en það fer allt eftir dressinu og fíling.
Leyfi einnig nokkrum myndum af Pinterest að fylgja.







Vonandi nýtist þetta eitthvað fyrir þig.
Ég ætla að setja inn eitt gott áramótablogg í kringum Gamlárs.
Annars er ég farin að gera eitthvað annað vitsamlegt.. gæti sett inn endalausar makeup myndir hehe..
Er eitthvað svo spennt fyrir komandi ári, hef bara góða tilfinningu fyrir því sem koma skal


Þangað til næst
LUV ALE :*

2 ummæli:

  1. Æði að sjá að jólin mín voru svona ljúf og góð :) ég kann mikið að meta naglalakka-pinterest myndirnar! Ég er svo mikið að fara í svona glimmer missinn sko :)
    Hvar færðu síðan Inglot naglalökkin? :)

    Kveðja Halla Björg

    SvaraEyða
    Svör
    1. Elska að skoða svona naglalakkakombó og takk fyrir að kommenta :D
      Inglot er bara í Kringlunni rétt hjá Bónus :D

      Eyða