15.10.13

Um daginn og veginn

Ég stóð sjálfa mig að því að matarperrast illilega í eitthverju súkkulaði á Pinterest fyrir svefnin þannig ég ákvað nú að gera eitthvað vitsamlegra en það og blogga bara í staðinn! :)

Ég verð að viðurkenna að ég er ekki búin að kötta lengi fyrir þetta mót, en ég er köttur svo oft á ári að þetta tekur á.. haha
Það er samt mest megnis kreiv í meiri mat til að verða meira södd, maturinn getur alveg verið góður í köttinu, en skammtarnir eru ekki þeir stærstu.
Við gerum alltaf matarplan handa mér því mér finnst ég hafa svo góða yfirsýn yfir það sem ég borða þannig og þá eru líka hlutir inni sem gera köttið svo einfalt.
Það bjargar mér t.d. alveg að krydda með góðu kryddi og svo gerir sambalsósan mín bringurnar aðeins meira gúrm !

Hér koma topcravings:

Jólajóla... bbbest !


Gæti bara lifað á svona þurru


Burrito frá USA


Mmmm elska hafraklattta


Stórar döðlur í öll mál.. 


Þurrkaðir bananar með súkkulaði... omg!!

Ég er hætt þessum perraskap :D

Systur mínar áttu afmæli í seinustu viku og ég var frameftir á föstudagskvöldinu og bakaði líka þessar dýrindiskökur, sjaldan sem Hello Kitty hefur heppnast svona vel.

Setti inn í browniesið hvítt Toblerone til að gera kökuna enn meira djúsí og hún var alveg að slá í gegn hjá þeim sem fengu bit af kræsingunum hehe..

Annars var Arnold Classic um helgina og voru þar margar íslenskar stelpur að slá í gegn og fá topp sæti, sem er virkilega vel gert.. Ísland á stórri uppleið í þessu sporti.
Af þeim voru tvær í þjálfun hjá okkur í Betri Árangri í unglingaflokki í fitness, sem tóku 2.sæti og 4.sæti.
Fyrir utan það mættu okkar stelpur alveg skuggalega flottar og er ég virkilega stolt að eiga þátt í því að þær skiluðu svona flottu heildarlúkki eftir mikla erfiðisvinnu.. ómetanlegt alveg hreint.
Mig langar svo til að óska öllum íslensku keppendunum innilega til hamingju með sinn árangur.
Svo eru rúmlega þrjár vikur í Bikarmótið þannig enn er allt í fullum gír og bara spennandi tímar framundan víjjj !

Ætlaði ekki að hafa þetta langt að þessu sinni..
Mun pósta reglulega in updeits :D
Og takk innilega fyrir kommentin á seinasta blogg.. ekkert smá gaman að sjá svona mikla hreyfingu á síðunni og takk fyrir ábendingarnar með bikiniið :*

Þangað til næst
LUV ALE :*

1 ummæli: