10.10.13

4 vikur í mót og eintóm gleði

Langar til að byrja á því að þakka fyrir alla hvatninguna sem ég hef fengið til þess að vera duglegri að pósta inn einhverju varðandi keppnisferlið.. ég er öll að peppa mig til í þetta enda einungis fjórar vikur í herlegheitin ! :)

Tíminn líður aaaaðeins of hratt ég trúi því ekki.

Annars er nú lítið að frétta af mér, ávallt sama rútínu manneskjan.
Vinna, æfa, borða, sofa þessa dagana og undirbúa mig fyrir komandi tíma og í fyrsta skipti að njóta líka, ekki að vera oooof hörð :D


Splæsti í eitt stykki mynd á æfingu áðan.. elska að sippa í eftirbrennslu :D

Var svo að prufa bikini í dag, er ekki viss hvort að rauða sé málið eða eitthvað annað.
Elska rauða bikiniið samt svolítið mikið.. en það væri gaman að breyta til, er búin að keppa í því núna 2x.
Barasvomikiðfallegt <3

Hvað finnst þér?



Þar sem að Katrín og Maggi eru svo á leiðinni til Spánar á
Arnold Classic Europe ásamt fjórum stelpum í þjálfun hjá okkur var mæling og status tekin á mér í dag og lítur allt bara þokkalega vel út enn sem komið er.
Sakna þess samt að borða matmikinn mat, en ég verð grjóthörð framundir lokin :D
Svolítið skrítið að vera ekki að fara með þeim út en ég verð með í anda og fæ fullt af flottum fitness-skvísum í mælingu til mín á morgun... gamangaman !
Óska svo öllum þeim Íslendingum sem eru að keppa um helgina innilega góðs gengis.

Jájájá það snjóaði bara um daginn sem segir mér að það sé kominn vetur.
Er að elska að skoða pinterest og alla flottu vetratískuna og dóteríið sem er þar.. vildi að ég væri milljónamæringur.. en svo er víst ekki.

Hér eru nokkur uppáhalds hlutir sem ég hef pinnað inn..


Finnst eitthvað svo kúl að vera með svart naglalakk á veturnar og enn meira kúl að hafa það svona matt.
Auðvitað fór ég beinustu leið í Hagkaup og fjárfesti í MATTE top coat frá OPI.



Elska hvítt, svart og gyllt.. þessi eru flottir.


Þessi outfitt er nokkrum númerum of kúl, vil hann allan.
En ég fann illa kósýleddara buxur um daginn í Vero Moda sem ég gaf sjálfri mér í ammógjöf !



Gaf mér þennan jakka reyndar líka í afmælisgjöf þar sem að ég hef leitað af hinum fullkomna hvíta og svarta bomberjacket alltof lengi og þarna var hann þessi elska þegar ég labbaði inn í Top Shop í Smáralind.



Ég og systir mín þráum NIKE AIR, en höfum ekki fundið þá hér heima.
Ef þú veist hvar þeir fást máttu endilega kommenta undir bloggið.

Gæti reyndar haldið svona áfram í allt kvöld en ég stoppa mig af núna haha

Hlakka ti helgarinnar, báðar litlu "stóru" systir mínar eiga afmæli.
Ein á morgun og hin sunnudaginn og ætla ég að skella í eina gúrmei köku í tilefni þess.. Brownies og skera niður hvítt Toblerone inn í hana... ég fæ vatn í munnin við að skrifa þetta niður, omnomm !


Að sjálfsögðu verður hún Hello Kitty style..!

Ætla að græja matinn minn og svona til fyrir morgundaginn.
Og svo lofa ég að koma með enn frekari updeits og myndir.. þannig ekki gleyma að fylgjast með á likesíðunni minni og instagram.

facebook:
www.facebook.com/betriale
instragram:
alesif

Þangað til næst
LUV ALE :
*

9 ummæli:

  1. Netverslunirnar Define The Line og Karmen eru að panta Nike air force eins og þessa á myndinni en það eru til einhverjir svipaðir í sportdirect :)

    SvaraEyða
  2. Ú SNILLD !
    Takk fyrir þessa ábendingu Sandra :D

    SvaraEyða
  3. Jóhanna Gunnars10/10/13 12:45

    Já allt í góðu með þig fröken mittislítil !! :) :)

    Flottust & fínust :*

    Og ég einmitt fékk mér svona matte-top coat frá chanel um daginn og þetta er svo KÚL !! og sérstaklega á svörtu lakki :)

    Luv

    JG

    SvaraEyða
  4. Katrín Edda10/10/13 17:51

    Hey fattaði að ég held ég hafi aldrei kommentað á bloggið þitt. Les það alltaf! Vúhú. Og ps: ég elska þetta matta OPI, hef ekki enn séð það hérna úti en verð að fjárfesta í því ASAP!
    Ps2: Fokk hvað ég væri til í brownie með hvítum toblerónbitum í ertað kidda?! Geri það næst.
    Kv. Katrínedda!

    SvaraEyða
  5. Katrín Edda10/10/13 17:53

    Já, úps og gleymdi að segja að mér finnst þú ættir að vera í rauða aftur! Án gríns, til hvers að breyta því sem virkar? Ég ætla að keppa í mínu rauða aftur næst ef ég keppi, einfaldlega því ég get ekki hugsað mér neitt annað fallegra. Langar ekki í annað snið né lit. Set kannski fleiri steina á mitt eða breyti um keðju, þitt er svo gordjöss og blingað að það er varla hægt að hafa það fallegra!

    SvaraEyða
  6. Finnst rauða bikiníið sjúklega flott og fer þér rosalega vel :)

    SvaraEyða
  7. VÍJJJJ takk fyrir kommentin stelpur elska að koma hér og sjá svona mörg komment :D
    En já hlakka til að sjá lokaútkomuna á forminu og rauða er reyndar alveg dýrð.
    Prufaði nagló og það er awesome ogogog pósta inn mynd af browniesinu haha þegar það verður reddí

    SvaraEyða
  8. Vildi bara láta þig vita að Netverslunirnar Define The Line og Karmen eru samt að selja eftirhermu af nike skóm en ekki ekta :)

    SvaraEyða
  9. Mér finnst rauða bikiníið gullfallegt! <3 Nýtur sín svo vel á sviðinu! Finnst margir litir "dofna" þegar það er svona langt frá á sviðinu :)
    Íris Einars

    SvaraEyða