18.10.13

kósýtime


AHHHH þessi tilfinning þegar allt er hreint í kringum þig er svo mikið bbbbbest <3


Er búin að hafa það sem mission að þrífa blessaða herbergið mitt, þurrka af og svoleiðis en ekki nennt því og frekar skriðið upp í rúm á kvöldin því það er svo gott.
Um helgina náði ég nú að raða fínt í fataskápinn minn og loksins þurrkaði ég af og gerði fínt í kvöld, kveikti á kerti, gerði kósý og skipti á rúminu.. verður svo gott að kúra á eftir!

Með herbergið ilmandi í Betty Crocker cookies and cream kertailm.. namm :)
Fór að googla til að finna mynd af því og úrvalið af kertailmunum... ómæ
En held að það sé hætt að selja þetta heima.



ÚJÉÉÉ !!

Þá er bara næsta mission.. já ég er missiona-manneskja mikil haha
Að fara með bílinn í þrif a morgun, svo gæti verið sniðugt að henda undir þessum vetradekkjum og eitthvað þá er ég til í veturinn.
Finnst eitthvað svo stutt í jólin og ég er hættuleg þegar ég fer í búðir þessa dagana en það vill gerast svona á lokasprettinum í köttinu.. ég fer inn í Hagkaup til þess að kaupa bringupakka og svo þegar ég kem heim er ég allt í einu með Baby Ruth í pokanum líka og núna áðan fóru piparkökur með mér heim.. alveg eðlilegt!?

Þegar ég er búin að kötta hef ég ekki tíma til að komast yfir allt þetta safn því mig langar ekkert eins mikið í þetta þá... lúxusvandamál.
En ég elska að tjilla á kvöldin og eftir mótin í nóvember er ég alltaf japplandi á piparkökum og Cheerios í bolla.


Það verður að viðurkennast að þessi piparkökudolla er svolítið kjút og Ale-leg svo hún var í rauninni must buy.. ekki satt?!

Annars voru fitnessmælingar í dag og tókum við status á mér líka og það gengur bara allt nokkuð vel, er spennt fyrir lokaútkomunni en jafnframt smá stressuð sem er eðlilegt..
Ekki hægt að gera betur en sitt bestasta og mitt markmið er ávallt að toppa sjálfa mig.

Svo gaman að fá stelpurnar í mælingu, smá tilbreyting frá því að sitja bara fyrir framan tölvuskjáinn allan daginn sem segir ekki neitt við mann haha..
Það jákvæða er að þá nota ég líka fötin mín og klæði mig fínt til.. á svo mikið sem ég hef ekki einu sinni farið í.
Hefur stundum lúmskt langað til að setja reglulega inn outfitt dagsins á instagram en ég er chicken og þoriggi.. prufaði samt í dag.


Setti smá körlís í mig líka.. þvílíkur flippkisi sem ég er

En allavega held að ég smelli á mig einni umferð af fínu naglalakki og vippi mér svo upp í rúmið.

Þangað til næst
LUV ALE :*

1 ummæli:

  1. Andrea Rán18/10/13 10:50

    Svo best að skríða uppí rúm með glæææænýtt a rúminu !
    Og alltaf gaman að koma til ykkar í mælingu ... lífgar uppá daginn :)

    SvaraEyða