9.9.13

Smá status updeit

Það eru rúmlega fjórir dagar eftir af veru minni hér á Krít.

Það eru blendnar tilfinningar í gangi..
Það er geðveikt að vera hérna, landslagið er ekkert smá fallegt, veðrið náttúrlega alveg gúrm en mikið sem ég sakna Íslands..
Að borða íslenska matinn sem er einfaldlega bestur, komast í almennilega líkamsrækt og hitta hinn helminginn minn hana systir mína og Katrínu... skrítið að hitta þær ekki því ég umgengst þær yfirleitt á hverjum degi og elsku rútínuna !

Hvað hreyfinguna varðar þá er ég samt dugleg að sippa og svona á hverjum degi en svo er maturinn ekkert aaalveg til að hrópa húrra fyrir nema morgunmaturinn.. svo mikið bestur
<3


Minn diskur og Láru diskur

Við erum orðnir fastagestir á Mexíkönskum veitingastað sem við fundum af því við maturinn á hótelinu er kannski alveg sá besti haha..
Þarf eiginlega bara að skella í eitt stk Krítarblogg.. fórum í gær á strönd sem heitir Elafonisi og á morgun förum við til Santorini.. 


Ég á Elafonisi ströndinni.. flottasta strönd sem ég hef séð !!


Santorini.. bíómynda Krít hehe

Mun skrifa um þetta allt saman þegar heim er komið.
Hef nægan tíma til að brainstorma meðan ég ligg á bekknum að tana allan daginn.. svolítið mikið ljúft og vel verðskuldað :D

Á föstudaginn opnaði ég snyrtibudduna mína í Lífinu í Fréttablaðinu.

Getið lesið greinina nánar HÉR.

OG síðast en ekki síðst..
Gaman að segja frá því að ég er núna orðin hluti af Team Optimum Nutrition sem Perform.is flytur inn, er ekkert smá ánægð og spennt að sjá eitthvað fleira skemmtilegt koma út úr því.
Þau eru með vörur á borð við Amino Energy sem ég hef verið í auglýsingum fyrir Perform.is
En þetta eru líka vörur sem ég hef notað síðan ég byrjaði að lyfta fyrir einmitt þremur árum í þessum mánuði :D



Svolítið gaman af svona skemmtilegum hlutum, er með minn eigin prófíl á síðunni hjá þeim.
Þar sem er meðal annars hægt að spyrja mig spurning og fleira.


Ætlaði ekki að hafa þetta lengra :D

Þangað til næst
Ale :*

4 ummæli:

  1. Nafnlaus9/9/13 22:49

    Sæl
    Ég hef heimsótt Krít nokkrum sinnum og notið þess að borða á mjög góðum veitingastað sem heitir Kariatis og er staðsettur í miðbæ Chania. Annað útibú á sama veitingastað er á Platanias svæðinu en heitir samt sem áður öðru nafni eða Zafferanos. Ef þú ert ekki búin að fara á þessa staði. þá mæli ég sko hiklaust með að þú skoðir hann áður en þú ferð heim :)

    SvaraEyða
  2. VÁ snilld takk fyrir þetta, er einmitt styttra fyrir mig að fara til Platanias.
    Þar er elsku Dos Amigos staðurinn sem við erum húkkt á.. hvernig matur er þetta á þessum stað? :D

    SvaraEyða
  3. þetta er nú reyndar ekki griskur matur heldur er þetta ítalskur matur í miklum gæðum, amk þegar ég hef farið þarna og það er nokkuð oft þar sem eg hef komið til Krítar 3 sinnum hafa þessir staðir ekki klikkað :)
    skoðaðu þessa síðu frá þeim og þá geturðu séð myndir frá þeim ofl :)
    https://www.facebook.com/photo.php?fbid=187247847961125&set=pb.177931252226118.-2207520000.1378811675.&type=3&theater

    "Our sister restaurant Zafferano in Platanias - 14 km outside of Chania town"

    kveðja Edda S.

    SvaraEyða
  4. Takk innilega fyrir þetta Edda :)
    Náðum ekki á þennan veitingastað en ég er svo á leiðinni aftur og mun þá gera mér ferð þangað.. get ekki sagt að gríska matarmenningin hafi verið að heilla mig þannig það er bara flott að þetta er ítalskur haha

    SvaraEyða