17.9.13

Krítarfærsla

Mikið var að ég gef mér smá tíma í eitt stykki færslu :)

Ætlaði mér nú að skrifa fleiri færslur meðan ég var úti á Krít, en einhvern vegin kom ég því ekki í verk.
Sem er líka gott því ég þarf nú aðeins að læra að slappa af.. þótt fyrr hefði verið :D
Svo mætti ég fersk heim á fimmtudaginn í kuldan og alla geðveikina.. eintóm gleði!

Nei..
Samt svona ótrúlegt en satt þá var svo gott að komast heim ég saknaði þess að vera í minni eeeelskulegu rútínu...
Saknaði þess að vinna við almennileg skrifstofuhúsgögn, ekki í lobbíinu á hótelinu á einhverjum glötuðum stól eins og krypplingur haha..
Að ræktardurgast með litlu systir, að hitta Katrínu í vinnunni, að fá almennilegan íslenskan mat, íslenskt vatn og svona gæti ég talið áfram..

Væri til í að hafa allt þetta á Krít þá væri ég bara goodtogo..
Svolítið mikið svekkjandi að vakna á föstudagsmorgninum og geta ekki bara hoppað í bikini og út að tana.


Lífið á Krít í hnotskurn efst vinstra megin og svo það sem föstudagurinn eftir heimkomu bauð upp á.


Ég sem var ekkert á leiðinni í afslöppun en tók þessa flippkisa ákvörðun í enda júlí og sé svo innilega ekki eftir því að hafa látið slag standa ásamt Lárunni minni.
Væri mjög mikið til í að gerast enn meira flippuð og hoppa bara í næstu vél út aftur ef það stæði nú til boða.
Ég hef aldrei farið á jafn flottan sólarlandastað.. algjör paradís !


Fór á flottustu ströndina á eyjunni Chania, Elafonisi (btw bleikur sandur) og svo fórum við líka til Santorini eða bíómynda Krít.

Ég er ein af þessum týpum sem þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni svo það var svolítið skrítið en jafnframt mjög gott að geta unnið bara á kvöldin og nýtt allan daginn í að liggja og sóla sig, vera bara í bikiniinu, ómáluð, tjilla, endurnærast og hafa gaman !

Ég veit að maður á að slappa af þegar maður er í fríi en það er bara
MINN tími dagsins að hreyfa mig svo ég gat nú ekki leyft því að sitja á hakanum.
Svo er ég alltaf hollustu megin í mataræðinu.. en það má aðeins leyfa sér í fríi.. gott að hafa bara bakvið eyrað að allt sé gott í hófi.


Ég held að það sé einhver svona óskráð regla hjá hótelum heimsins að vera með myndir af rækt á síðunni hjá sér og svo þegar viðkomandi mætir á svæðið eru þetta tæki sem eru eingöngu ætluð til sýnis ekki til notkunnar... það var einmitt tilfellið hjá mér haha !


Jébb eina sem virkaði þarna var stöngin og svo eitt hlaupabretti sem er þarna annarstaðar.
En ég var svo séð að mæta með sippuband og redda mér lóði til þess að fá smá útrás.
Fínt að fara bara á stuttbuxum og topp að sippa með tónlistina í botni.


Gæti skrifað endalaust um þessa ferð en það var mikill einkahúmor í gangi þar sem við vorum bara tvær í kósý mestan daginn, markmiðið var að mæta heltanaðar heim.. ég held að því markmiði hafi verið ná.
Er að spá bara að smella hér nokkrum myndum þar sem þær segja allt sem segja þarf.

Kom allavega heim tilbúin að takast á við komandi verkefni, endurnærð.
Fínt að breyta um umhverfi, komast úr rútínunni (þó svo að hún sé best), slappa meira af og laus við allt stress.
Er bara ný manneskja :D


Tveir ferskir flugdólgar


Morgunmaturinn minn vs. Lára.. sakna þess að fá mér þetta kombó


Lára að horfa yfir Oia á Santorini


Aðeins of fallegt !


Lára að læra og ég að vinna með elsku Cheeriospakkann minn sem fékk að koma með.. BEST


Kynntumst þessu alltof seint, grísk píta, Gyros.. aðeins of gott :D


Stundum var steiktur matur á hótelinu.. sinneps,tómatssósu,rjóma listaverk


Þessi vildi með heim, svo litlar kisurnar þarna


Þarna sippaði ég alltaf á morgnana eða kvöldin


Sáttar með lífið á Elafonisi

Smá svona brotabrot af myndum.
Vorum náttúrlega bara tvær svo það var mikið um myndir af mat, sjálfspósur, landslag eða þá ein að pósa fyrir hina.

Þangað til næst

LUV ALE :*

2 ummæli:

  1. Oh ekkert smá fallegur staður sem þið voruð á! Sjúkt útsýni líka á sippstaðnum.

    SvaraEyða
  2. Jáwwww vil aftur.. mæli klárlega með fríi á Krít ! :)

    SvaraEyða