5.5.13

smá svona sunnudags

AHHHH elska að vakna snemma á sunnudögum og nýta daginn vel :D

Það var virkilega gaman að fá feedback frá lesendum á seinustu færslu, um hvað þeir væru helst til í að lesa um.
Flestar nefndu mataræðið, en svo kom ein með mjög sterka og flotta ábendingu.. 
Að ég myndi skrifa um andlegu hliðina gegnum það ferli sem maður fer í gegnum í undirbúningi fyrir mót, sem sagt niðurskurðartímabilið eða kattartímabilið ógurlega..Ég er síðan ég las þetta komment búin að fara með þessa hugmynd í gegnum kollinn, fram og til baka og hugsa hvernig og hvort ég sé rétta manneskjan í það mission.
Þar sem ég er stundum aðeins of metnaðarfull að það fer í taugarnarnar á mér.
Ekki það að ég líti á það sem ókost, en stundum væri ég til í að vera aðeins villtari haha..
Ég er það hörð að ég er frekar í hættu með að enda of köttuð og þar af leiðandi missa fyllinguna og svona, heldur en að ég nái ekki kötti.... 7,9,13
Ætla að leyfa þessari hugmynd að rúlla þarna aðeins lengur svo ég geti sagt nógu vel frá minni reynslu :)

Yfir í aðra sálma !!!

Þá á ég svo flotta vinkonu að ég verð að deila því með ykkur.
Síðan að hún sagði mér að hún væri að fara sitja fyrir í Hagkaupsbæklingnum er ég búin að bíða spennt eftir að hann kæmi í gegnum lúguna..Rósa megabeib !

Þegar við vorum úti í Boston keyptu Ísa og Katrín sér beats heyrnatól og var ég virkilega að spá í að gera slíkt hið sama, en það voru ekki til bleik svo ég tók það sem sign um að ég ætti ekki að kaupa mér, sem var bara gott því ég var ekki alveg að tíma því hihi..

Fór um daginn í NOVA og rak augun í bleik heyrnatól, síðan þá hef ég ekki getað hætt að hugsa um þau svo ég ákvað að leggja mér leið þangað um helgina og kaupa mér.
Ég er stórhættuleg þegar ég kemst í búðir, þess vegna sleppi ég því bara..
Fann svo mikið fínt sem mig langaði í, sumarlitirnir æpa á mann!


Langaði einmitt í svona pils úr Vero Moda


En lét það ekki eftir mér, núna get ég ekki hugsað um annað !

Svo hefur mig lengi langað í svona sandalaskó eftir að ég sá sænsku bloggskvísuna Kenza í þannig en hef aldrei rekist í neina almennilega slíka.
Svo birti íslenski stílistinn hún Þórunn Ívarsdóttir eina slíka á likesíðunni sinni og ég gat ekki staðist þá og fékk mér líka.

Ég sem ætlaði bara að fara tómhent heim endaði að koma með þetta !*Bleik Urban Ears heyrnatól úr Nova
*Skóna úr Zöru
*Kom við og fyllti á byrgðirnar af Amino í Perform.is.. luv it
*CLA líka úr Perform.is
*Og keypti einn varablýant úr Make Up Store sem ég reyndar nota á augun.
Knitted pink heitir sá litur.


Var himinlifandi að sjá svona stóra dunka af Amino, sem þýðir að ég get átt það lengur hihi..
CLA eru svo hollar og góðar fitusýrur, ekki brennslutöflur eins og margir aðrir halda, hjálpa til við uppbyggingu og er góð fita á móti þeirri slæmu, svo þær hjálpa einnig til við það og smyrja liðina svo eitthvað sé nefnt.

Með blýantinn þá var ég einmitt að klára mjög svipaðan lit, er alltaf að fylgjast með og skoða myndir af makeupi, þá eru Kardashian skvísurnar í miklu uppáhaldi og er ég komin með æði fyrir einu lúkki sem ég tók eftir um daginn þegar ég var að horfa á E.
Er einmitt að spá að gera blogg um hvernig ÞÚ getur gert það sjálf :D

Þessar myndir fyrir neðan eru ekki af því en bara flott makeup og ekki leiðinlegra að hafa fleiri myndir í þessari færslu minni.Elska hvað það er mikið áhersla lög á að húðin sé líka flawless.
Þarf bráðum að opna aftur í snyrtibudduna mína og skella í færslu, er oft að skipta um og prufa nýtt.

Jájájá !
Ég er öll að koma til í færslunum hérna, elska að setjast niður og setja saman eitthvað spennandi og púsla saman myndum.
Ætlaði einmitt að blogga um millimál en svo er iphoneinn minn bilaður, ég lét undan þrýsting og fór með hann í viðgerð, sem er MJÖG stórt afrek fyrir mig.
Er mjög metnaðarfull varðandi flest, en einmitt get trassað verk eins og að fara með rafmagnsdót í viðgerð og allt sem viðkemur bílnum mínum.. eitt það leiðinlegasta sem ég geri hihi...
Finnst skemmtilegast að nota myndir sem ég tek sjálf og er það ekki hægt þegar mig vantar hinn helminginn minn (iphoneinn) :( 


Mun vera duglegust að gera eitthvað meira spennandi framundan varðandi makeup og klæðnað þegar ég fæ gripinn aftur í hendurnar.
Miklar framfarir í gangi fyrir mig þessa dagana haha..
Síminn í viðgerð, þreif bílinn, skipti um dekk og peru, hef málað mig alla morgna og klætt mig fínt alla dagana líka..
Þekki ekki þessa nýju manneskju, en MIKIÐ líður mér mun betur þegar ég legg smá á mig að líta betur út.
Algjört must ! :D


Var meira segja fín í ræktinni, eeeelska liti og nýju sokkana mína frá Under Armour sem ég keypti í USA !
Allt nema peysan einmitt frá Under Armour.STAY TUNED

LUV ALE :*

0 ummæli:

Skrifa ummæli