12.5.13

maedradagur og makeupsnilld

Það er mæðradagur í dag og vil ég því óska öllum mæðrum innilega til hamingju með daginn og vona ég að þið njótið hans í faðmi afkvæma ykkar :)

<3


Í tilefni dagsins keypti ég fínt handa mömmu minni og auðvitað fékk hún Hello Kitty kort með og smá einlægan texta frá litla múmínsnáðanum sínum eins og hún kallar mig stundum (var diggur aðdáandi þeirra þátta) haha..
Mér finnst kort algjört must með hvaða gjöf sem er og geymi ég kort sem ég hef fengið í gegnum tíðina með sætum texta inn í, svo gaman að lesa seinna meir.


Ég er miiiikið búin að ætla setjast við tölvuna og blogga þessa vikuna en hef bara einmitt verið svo mikið svona seinustu daga.


En ekki í dag og gær óneiónei !
Vaknaði fersk í gærmorgun og ákvað að snúa blaðinu við.
Stundum koma svona dagar sem manni finnst allt vera ómögulegt, en þá er bara spurningin hvað ég sjálf ætla að gera til að bæta úr því.

Það kætti mitt litla hjarta mjög mikið að það var komið að mömmuhelgi hjá litla barninu mínu honum Bamba og voru því fagnaðarfundir hjá okkur.
Þar sem mamma og systir mín eiga líka hund og þeim kemur ekki vel saman þá get ég ekki haft hann enn sem komið er, spurning hvort það sé ekki hægt að fá hundahvíslara!?
Það sem fór þeirra á milli við hitting áðan var efni í raunveruleikaþátt, bæði algjörar frekjur og vilja hafa yfirhöndina haha..


Hann liggur hér hjá mér lúllandi og prumpandi !
En það verður samt gott að kúra hann í nótt.

Ég fór með símann minn í viðgerð fyrir viku eins og ég nefndi hér í færslunni fyrir neðan.
VÁ hvað maður getur verið háður einhverju svona tæki (iphone), en tekur kannski ekki almennilega eftir því fyrr en það er ekki lengur til staðar.
Fékk bara einhvern gimpa lánssíma sem var svo líka bilaður en það hefur reddast.
Er alveg að upplifa nýjan heim þessa dagana !
Það er svo sannarlega langt síðan að mér var bara sama þótt ég gleymdi símanum mínum heima og þótt hann væri ekki við hendina 24/7.
HEIMURINN Í DAG og snjallsímarnir :)
Þetta er mjög góð tilfinning, alltaf er maður að læra eitthvað nýtt og læra að meta lífið á annan og betri hátt.

Fór í göngutúr hér í æskuhverfinu mínu og það voru engir krakkar að leika sér á róló, þetta var eins og draugabær.
Hér áður þurfti að draga krakkana inn að sofa.
Þeir eru núna sennilega bara heima á facebook í candy crush eða hvað þetta nú heitir.
Talandi um breytta tíma þá rak ég aukun í mjög krúttlegt bréf þegar ég var að taka til heima hjá mömmu sem ég hef eitt sinn skrifað til jólasveinsins.
Þar var ég að biðja um slímhönd og glimmerslím handa systrum mínum, núna er það tölvuleikir, dvd myndir en ekki styttur og prumpuslím sem hægt var að kaupa í næstu bókabúð..Bréfið ógúrlega til Gáttaþefs eins og sjá má hihi

Langaði bara að blogg smá til að vekja bloggarann í mér fyrir komandi tíma.
Er með fullt í vinnslu í huganum eins og ég sagði hér að neðan.

Ætlaði líka að deila þessari síðu hér með ykkur:

http://www.makeupalley.com/

Ég er make up nörd af verstu gerð!
Og var að googla góða maskara og langaði að sjá hverjir eru að skora hátt í tilefni þess að það eru Tax Free dagar í Hagkaup.
Á þessa síðu skráir þú þig inn og getur flett upp eiginlega bara öllum snyrtivörum sem til eru.
Þá kemur gagnrýni og einkunn á vöruna og svo fylgja stundum myndir með.
Erum þá að tala um myndir af vörunni sjálfri og svo einnig af henni ásettri, sem er virkilega mikil snilld!
Þannig sérðu hvernig hún virkar á venjulegt fólk, ekki módelin í auglýsingunni sem eru að auglýsa maskara en eru samt með gerviaugnhár.

ALLAVEGA
Þangað til næst.

LUV ALE :*

0 ummæli:

Skrifa ummæli