28.9.12

spennandi

Á morgun, á morgun, á morgun !

OLYMPIA er sýnt live á bodybuilding.com og er tengillinn HÉR ! :)
Mæli eindregið með fyrir alla áhugamenn um fitness að horfa á þar sem þetta er stærsti viðburðurinn í þessum heimi.
Svo gaman að sjá pósta frá hinum og þessum sem ég hef likeað á facebook um hvað er að gerast.

Á föstudagsnóttina er það fitness, bikini og vaxtarrækt kvenna MS.Olympia ásamt vaxtarrækt karla prejudging.

Svo á laugardagsnóttina er það figure, 212 (karlar) og vaxtarrækt karla MR.Olympia.

Ætlaði akkúrat að glugga í þessa grein um spánna fyrir því hver mun hreppa figure Olympia titilinn í ár en hef ekki gefið mér tíma í það.. er mjög spennt að sjá hvernig það fer því seinustu ár hafa Nicole Wilkins og Erin Stern verið að slást um aðal titlana í bransanum :)

Annars er ég sjálf bara hress !

Farðaði hana Möggu Gnarr seinustu helgi fyrir myndatöku sem hún var að fara í Sporthúsinu, orðin skuggalega skrokkurinn á henni enda er hún að fara keppa á Heimsmeistaramóti í bikiniflokki næstu helgi, verður sannarlega spennandi að sjá.
Hún fer þangað ásamt tveimur öðrum íslenskum stelpum og svo stefna þær á
Arnold Classic Europe ásamt fleiri efnilegum keppendum, held að það séu um 18 talsins að fara frá litla Íslandinu góða !

Hér er svo útkoman, elska að farða og er alltaf að taka að mér farðanir með þjálfuninni, er að fara farða fyrir eitt leyndó verkefni á morgun og svo Möggu aftur um helgina fyrir aðra töku bara gaman af því :D


Algjör bomba !Ein síða sem ég elska að skoða þegar ég er eitthvað að nördast í tölvunni er Kostur og já Nastygal.. Ameríska matvörubúðin og fatabúð.. megagottkombó !
Þær síður bókað í uppáhaldi þessa dagana  :D

Er alvaralega farin að halda að ég búi í röngu landi hehe.. ó hvað það væri ljúft að vera í USA núna, öfunda pabba minn sem er þar á Florída þessa stundina..
Hann fékk líka að finna fyrir því og fær sendingar upp á hótel frá mér að panta og útprentaðan lista með því sem hann á að versla greyjið.

Nokkrir hlutir sem mig dreymir um:


Þetta er komið inn í skáp og verður bakað í tilefni þess að ég er að verða hundgömul á sunnudaginn víjjj, en hver er svo sem að telja eftir 20 ára.. hehe


Hvítt súkkulaði..... no words


Besti ostur í heimigeimi


Alveg fór þetta snakk framhjá mér þegar ég var í USA en vá me wants

og svo er matarkláminu lokið og smá fatarklám hér í endann í boði nastygal hihi


Aðeins of kúl 


ClassyGæti verið langt fram að nóttu að setja inn myndir hér 

og reyndar þrái ég þetta kvikindi mest af öllu !


Fer bráðum að hringja árlega símtalið mitt í MS og spyrja hvenær það sé væntanlegt á markaðinn hahaha..

Ælta ljúka þessu á nýja uppáhalds laginu mínu, sem mér finnst mega skemmtilegt að hlusta á í gymminu og langar helst bara að detta í dansgír þegar það kemur á !


Sweet nothing - Calvin Harris feat Florence and the Machine.. illa nett kombó.
Þau gerðu akkúrat saman þetta HÉR lag líka..

Þarf víst að sofa líka svo ég er dottin í háttinn alltof seint eins og vanalega haha

Þangað til næst

LUV Ale :*

3 ummæli:

  1. Jei, oh ég er búin að lesa bloggið þitt svo lengi, og ég elska það! Þú ert svo glaðleg og hress og ótrúlega flott stelpa! Maður getur ekki annað en brosað við að lesa það! Ég hef aldrei kommentað hér, en ég varð að gera það núna! Þú ert ótrúleg hvatning og glæsileg stelpa! Xox

    SvaraEyða
  2. Ísabel :)28/9/12 12:59

    Langar í allt frá Nasty Gal :(( , og skulum ekki ræða hvað ég þrái einnig jóla jógó!! styttist í að við getum snætt þannig saman <3 en flott blogg hjá þér eins og alltaf elsku systir ;*

    SvaraEyða
  3. Æjj takk innilega fyrir falleg orð og takk fyrir að kommenta það er svo gaman að sjá glitta í komment undir færslu :D
    Og já styttist Ísa víjjj svo spennt.. :*

    SvaraEyða