10.2.12

Óduglegi bloggarinn

Ég er búin að ætla mér að blogga hérna síðan í byrjun febrúar og ég er fyrst að komast til þess núna.. voðafínt!

Ég er svona ein af þessum týpum sem verð alltaf að hafa mega mikið fyrir stafni og helst engan frídag, en svo á miðri leið átta ég mig á því að ég er víst ekki SUPERWOMAN og get því ekki alveg gert allt í heiminum..


Væri samt fínt að hafa einhverja auka krafta til þess híhí..

Er akkúrat alltaf að stússast, í ræktinni eða vinna.. greyjið kærastinn minn er orðinn einstæður faðir með litla voffan okkar hann Bamba!

Hann átti akkúrat afmæli um daginn.. 2 ára lítill naggur víjj!Annars er bara allt að gerast.. fullt af mótum og skemmtilegheitum framundan..!
Var með fullt af litlum skrokkabörnum í mælingu hjá mér í vikunni.. Þar sem Katrín og Maggi eru farin til LA að afla sér meiri þekkingu í þessum bransa og vinna sömuleiðis þaðan.. ekki leiðinlegt að vera úti á svölum að tana og þjálfa litlu kettina og alla hjá okkur!

Eru akkúrat að æfa í Golds Gym þar úti og eru nú þegar búin að reka augun á þekkta kappa úr bransanum.. ekki leiðinlegt það..!
Ekkert smá skrítið að hafa þau ekki, svo mikil yndi.. en eftir 4 vikur mun ég kíkja á þau víjj!

Þetta var stemmingin hjá mér í vikunni með öllum köttunum okkar :)En annars er bara allt gott að frétta .. er búin að vanta smá fjölbreytni og prufað fullt af tímum í Sporthúsinu og World Class.. eða fullt, alveg heila 2 tíma!

Skellti mér í Zumba um daginn, mikil gleði og mikið gaman.. það tók líka bara svona helvíti vel á.. Við stelpurnar munum kannski taka nokkur Zumba skref niðrí bænum.. ! haha

Fór svo líka í Buttlift hjá henni Kristbjörgu í World Class.. þvílík og önnur eins snilld!
Gúrmei rassatímar.. mæli með þeim, brennsla í leiðinni, ekkert smá gaman :DÆtla ekkert að hafa þetta mikið lengra í þetta skiptið þar sem ég ætla að skella mér á bakæfingu á morgun um morgunin og prufa að smakka NO Explode er ekkert smá spennt að prufa það.. þarf lítið til að gleðja mitt litla hjarta þessa dagana haha..


Enda þetta á svo flottu kvóti sem minnti mig svo innilega á það sem Katrín er alltaf búin að vera kenna mér :)-       You can hit the gym every day for the rest of your life, but unless you work out your mind, you wont get very far-

LUV Ale :*

1 ummæli: