6.1.12

Næstum því fyrsta færsla ársins..

Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að skapa hana sjálfur :)
Finnst þessi setning frekar flott og mikið til í henni!
Næturbloggarinn ógurlegi er mættur, en ekki sofandi eins og hann ætti að gera því hann ætlar að fara á æfingu í fyrramálið..!

Er svolítið mikið spennt fyrir komandi tímum.. allt á fullu í þjálfuninni hjá okkur og mikið var ég stolt þegar ég kíkti á facebookið hjá þjálfuninni hjá Katríni, Magga og mér og sá mynd af mér með þeim! :D
Það er svo mót á næstunni og undirbúningur að hefjast fyrir það..!
Tilfinningin við að fá að hjálpa öðrum að komast upp á svið er ólýsanleg.. líður eins og litlum krakka í nammilandi eða á jólunum að bíða eftir að opna pakkana!
*spenntust*

Höfum akkúrat verið að setja inn myndir á facebook síðuna hjá okkur - svo gaman að sjá árangur..!
Annars er lítið að frétta af mér sjálfri, byrjaði árið svo gríðarlega vel að liggja í veikindum og það er sko ekki góð skemmtun að vera veik og liggja eins og skata!
Þráði ekkert heitar en að verða frísk og komast í ræktina..!
Var svona á gamlárs!
Annars var eitt áramótaheitið mitt að vera duglegri að blogga, ásamt því að hugsa betur um sjálfan mig.. get ekki sagt annað en ég er að vinna í þessu öllu saman..
Ekki komin svo langt á leið haha..

Ég hata sko ekki kósý og ég vil helst alltaf hafa brjálað mikið að gera.. þannig ég er bara í kósýbuxum, ómáluð og hendi tagli í hárið!
Stundum svo mikið dúllerí sem fylgir því að hugsa betur um sjálfan sig, eða líta aðeins betur út.. að ég hef ekki tíma til að standa í því.. en núna er missionið komið í gang!
Manni líður líka svo miklu betur ef maður er búin að taka sig aðeins til!

Hluti af því missioni er að vera duglegri að naglalakka mig.. afrakstur gærkvöldsins!
Bleikt naglalakk: Ebba frá Make Up Store
Glimmer lakk: Crown me already! frá OPI

Svo sá ég svona falleg cupcake hulstur utan um símann minn hjá einni og varð að sjálfsögðu að eignast slíkan grip.. <3
Þangað til næst.
LUV Ale:*

6 ummæli:

 1. Okay þetta hulstur er sjúklega flott! ómæææ
  ég er samt ekkert viss um að það væri eitthvað sniðugt fyrir mig að hafa svona hulstur ég myndi örugglega reyna að gera allt til að borða það ...
  Stelpulegt og flott naglalakk líka vííij :):)

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus6/1/12 20:47

  ótrúlega töff hulstur! hvar keyptiru það ?:)
  keep up the good work, elska að lesa bloggið þitt!

  SvaraEyða
 3. Er að elska þetta hulstur <3 svo fallegt og eina cupcake-ið sem ég fæ mér í bráð hehe :D
  Og elska þetta naglalakkakombó - smá skinkulegt en hverjum er ekki sama..

  Keypti hulstrið í Snúður og Snælda í Smáralind.. var reyndar það síðasta.. en svo er til fullt af krúttlegu cupcakes dóti og svoleiðis þar :D

  Og takk fyrir það:)

  SvaraEyða
 4. Nafnlaus9/1/12 15:50

  þú ert cupcake maniac krakki haha !!! En samt krúttuð :)

  kv Jóhanna G (smart/sporthús)

  SvaraEyða
 5. Hahaha ég hata ekki cupcakes og allt í kring víjjj!
  Hehe kem einhvern tíman með cupcake handa þér þegar ég kem og fæ smá tan á kroppinn.. að sjálfsögðu á nammidegi :D

  SvaraEyða
 6. öööö já takk !!! ;) ;)

  ég stalst einmitt í súkkulaði cupceake frá Passion bakaríi um daginn.... ég dó og fór til himna... og þetta kemur frá minnsta súkkulaði fan í heimi !!

  en þessi cupcake.... *sluuuurp*

  - jóhanna

  SvaraEyða