9.9.11

Gleði gleði

Mig langaði bara til að byrja á því að þakka ykkur sem kommentuðuð að ég ætti ekki að hætta. 
Það þarf greinilega lítið til að gleðja mig og ákvað ég því að halda áfram ef ég næði að gera facebook like takka á bloggið. Sem var sko hægara sagt en gert!
Ég sem er vön að redda mér í öllu svona var innilega ekki að skilja það, þannig ég fékk blogg-gúrúið hana Agnesi Kristínu til að plögga þessu fyrir mig.. takk fyrir það:*

Núna get ég liggur við bara ekki valið hvað ég ætla blogga um, svo mikið sem ég hef að segja frá og mun ég héðan af vera duglegri að updeita þessa krúttlegu bleiku síðu sem mér er farið að þykja voðalega vænt um og það sem mér þykir enn meira vænt um er að geta verið hvatning fyrir aðrar stelpur:)
Ef það er eitthvað sem ég er búin að læra seinustu daga þá er það að mennta sig! 
Eins og ég sagði frá í síðasta bloggi, þá ákvað ég að hætta í Make Up Store og vera bara aðra hvora helgi. Ég hélt að það myndi ekki vera of mikið mál að fá vinnu þar sem ég er með stúdentspróf, búin að vera verslunarstjóri, vaktstjóri, formaður nemendaráðs, formaður útskriftarhóps og bara name it..!

En NEI ég held ég sé búin að sækja um svona 30 stk vinnur og fengið svar frá svona þremur þeirra, sem eru þá að tilkynna mér að búið sé að ráða í starfið!
Þannig ég talaði við fjölskyldumeðlim sem reddaði mér vinnu í bakaríi.
Þannig síðastliðna viku hef ég verið lítill bakarísKÖTTdurgur og get alveg sagt að þetta er ekki auðveldasta vinnan sem ég hef unnið er líkamlega og andlega búin á því, enda ekkert smá sem fólk er að versla sér gúmmelaði.

Ég hef allavega komist að því að ég er líka ofurhetja, þar sem ég hef ekki snert neitt þarna nema jú til að afgreiða bakkelsið haha.. Halló metnaður!

Allavega eins og ég sagði þá mun ég vera duglegri í blogginu og það mun koma reglulegra inn núna þannig endilega stay tuned, kommentið og like-ið:D

Ætla henda mér á æfingu, þannig ég hef þetta ekki lengra í bili:)

Og já þeir sem eru að fíla syntha-6 og weetabix saman þá sagði ég frá því að það væri mjög gott að setja vatnið í frysti áður en það væri blandað við próteinið... eeeen það er svo miklu betra að blanda þetta og setja það svo í frysti.. aðeins of gott!

LUV Ale:*


3 ummæli:

  1. Anægð með þig!! eeelska að kíkja hingað inn og það er nýtt blogg. Þarft ekkert að láta hvert blogg njóta sín neitt, heheh :D gangi þér vel!

    SvaraEyða
  2. æjjji sæta komment:) takk fyrir það!

    SvaraEyða
  3. hvaða bakarí ertu að vinna í :)?

    SvaraEyða