3.9.11

Bloggerí

Alltaf ætla ég að henda einhverju hérna inn en sjaldan sem mér gefst tími til þess eða þá jú eins og ég sagði þá vil ég leyfa hverju bloggi fyrir sig að njóta sín í smá tíma:)
 Annars er líka mikið búið að vera í gangi hjá mér og mun vera þannig næstu mánuði:D 
Ég er svolítið mikið ein af þessum týpum sem verður alltaf að hafa eitthvað að gera annars finnst mér ég bara vera löt hehh..
Svo mikil gleði í gangi en samt blendnar tilfinningar yfir öllu saman!

Fór í Under Armour um daginn og keypti mér gullfallega íþróttatösku sem ég er búin að þrá í rúmlega hálft ár! Þá vissi ég að hún væri til í gulu en myndi koma í bleiku á haustmánuðum. Að sjálfsögðu lagði ég það á mig að bíða eftir bleiku töskunni þrátt fyrir mikla þörf á almennilegri tösku og voila hún er mín!
 Svo mikið falleg! 
Og með sér hólfi fyrir heitt sléttu eða krullujárn, fyrir óhreina þvottinn, fyrir nærfötin, fyrir teygjur. 
Þetta er sko alvöru stelpu græja hehe

Annars á ég bráðum árs lyftingarafmæli og afmæli í þessum mánuði:D sem ég er varla að trúa, tíminn alveg flýgur frá manni. 

Ég hef svolítið velt fyrir mér hvort að ég eigi að halda þessari síðu áfram. Þar sem mér finnst hálfur heimurinn alveg komin með einhverja svona blogg síðu og ég kann ekki að setja like takka fyrir facebook inn á þetta, svo ég er ekki viss hvort að fólk sé eitthvað að lesa eða sé bara komið með ógeð af bloggi almennt!?
Ég er kannski ekki að blogga eins mikið og ekki eins persónulega og margar aðrar um ferlið mitt..
Annars gladdi það mig mjög um daginn þegar ég var stödd í perform.is með myglu dauðans þegar það kom stelpa og sagðist hafa séð Amino frostpinna snilldina og var mætt að fjárfesta í einu slíku:D

Mig langaði samt sem áður að benda ykkur stelpum sem eruð að fara keppa að ég er að taka að mér farðanir fyrir WBFF mótið og á enn eftir að fara yfir hvernig ég get tekið fyrir IFBB mótið. Þannig það er endilega að hafa samband við mig.

Ætla að ljúka þessu með mynd af alltof fyndnu tæki sem ég rak augun í Rúmfó! Algjört must fyrir okkur stelpurnar:'D



 LUV ALE:*

13 ummæli:

  1. Nafnlaus3/9/11 16:50

    nei í guðana bænum ekki hætta, girl you got this :) bara gaman að lesa svona ''heilsu blogg'' .. eina sem væri hægt að biðja um væri fleiri blogg eða t.d bara blogg um dag í lífi þínu .. annars gangi þér bara vel ;*

    SvaraEyða
  2. Tanja Mist3/9/11 17:29

    Þessi taska er svo mikið luuuuuv <3 ! Og ég held það sé fullt af plebbum eins og ég þarna úti sem lesa bloggið þitt ;D þarft ekkert að hætta skvís !

    SvaraEyða
  3. Alls ekki hætta að blogga! mér finnst allavega ótrúlega gaman að fylgjast með þér, og mörgum vinkonum mínum líka :) svo ertu líka svo flott stelpa og góð fyrirmynd!
    Og hvað kostar svona taska? vantar svo sjúklega einhverja góða ræktartösku.

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus3/9/11 18:56

    Nei ekki hætta að blogg :) Mér finnst rosalega gaman að lesa þetta hjá þér :)!

    SvaraEyða
  5. Mér finnst ofsalega gaman að lesa stuttu myndafærslurnar þínar, svo hressar og skemmtilegar :)

    SvaraEyða
  6. ég les alltaf...en commenta of sjaldan;)

    fór einmitt líka og keypti me´r til að gera frostpinnana!!

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus5/9/11 12:28

    sama hér, les en léleg að comment-a :) plííís ekki hætta ;)

    SvaraEyða
  8. Nafnlaus5/9/11 13:35

    Ekki hætta, svo gaman að lesa bloggin þín !
    Þessi taska er líka sjúklega flott, hvað kostaði hún ? :)

    SvaraEyða
  9. Nafnlaus5/9/11 23:47

    neineinei ekki hætta!!! :) Elska bleika fallega bloggið þitt :) svo skemmtilegt að sjá nýjar færlsur og þú ert svo hvetjandi!

    Er þetta ný búð sem þú keyptir töskuna í?
    hef aldrei heyrt um hana áður

    Sigrún

    SvaraEyða
  10. Guðbjörg Lára6/9/11 11:12

    Ekki hætta Ale ;)
    Mér finnst mjög gaman að lesa bloggin þín. Eins og flestar segja hérna að ofan þá eru þau mjög hvetjandi. :)

    SvaraEyða
  11. Þú ert svo mikið motivation

    held að hálfur heimurinn (ég meðtalin) sé komin með svonna síðu í þeirri von um að fá svonna "aðdáenda" hóp eins og þú

    þetta blog er bara hrein snild og hvetur mig svo sjúkt mikið áfram :D vona bara að þú bloggir sem lengst!! þú ert allveg fyrirmynd numer eitt tvö og þrjú :D

    SvaraEyða
  12. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

    SvaraEyða
  13. VÁ takk innilega fyrir öll kommentin og falleg orð! Þau skipta mig miklu máli, engin smá hvatning til að halda áfram:):*
    Ætla smella like takka inn á bloggið með hjálp frá Agnesi Kristíni og þá get ég bloggað eins og engin sé morgundagurinn... eða svona næstum þar sem ég hef kannski ekki mikinn tíma seinustu daga.. en það kemur inn vonandi á morgun.

    En til að svara spurningum varðandi töskuna þá er þetta ekki ný búð, er búin að vera í svolítinn tíma. Þetta er reyndar heildsala en svo eru vörurnar þeirra að fara inn í Útilíf núna:)
    Og þessi gellutaska er á 9.900.- og allar krónu virði.. ég er með allt í henni, peningaveskið og nestið mitt líka:D

    LUV Ale:*

    SvaraEyða