4.1.18

Topp 10 snyrtivörurnar mínar árið 2017Ég ELSKA svona lista og varð því að smella í einn sjálf!

Ég held ég hafi sjaldan prufað jafn margar nýjar snyrtivörur á árinu en það eru þessar sem að standa upp úr. Ég tek það fram að vörurnar hef ég bæði keypt mér sjálf eða fengið að gjöf.
Listinn er ekki alveg í röð en vonandi hafið þið gaman af.1. Becca First Light Primer filter
Þessi primer er bara ein mesta snilld sem ég veit. Mér fannst lýsingin á honum segja allt sem segja þarf, eins og Instagram filter í flösku. Gefur jafna og ljómandi áferð á húðina.

2. Strobe cream frá MAC
Enn skil ég ekki af hverju ég eignaðist ekki þetta krem fyrr en þetta er mildur og fallegur highlight sem borin er undir farðan þannig að hann er ekki of mikið. Ég nota litinn Peachlite.

3. Bedroom Hair frá Kevin Murphy
Mitt uppáhálds texture spray, gefur fallega og létta fyllingu og heldur krullunum virkilega vel. Svo skemmir ekki hvað að er góð lykt af því.

4. Orange frá Boss
Þetta ilmvatn had me at hello !
Ég er mjög viðkvæm þegar það kemur að ilmum og get fengið mígreni af þeim. Í langan tíma notaði ég einungis bodysprey en ég er að fíla ilmina frá Boss. Á einnig The Scent en þessi er algjört uppáhalds.

5. Pretty easy eyeliner frá Clinique
Lengi vel fékk ég vinkonur mínar sem eru fluffur til að versla uppáhalds eyelinerinn minn í Sephora frá Stila þar sem að hann fékkst bara þar. Síðan kynntist ég þessum snilldar eyeliner, fíngerður og vel svartur og ég get keypt hann sjálf í Hagkaup.

6. Hreinsikombóið mitt - Well off frá Origins og Take the day off frá Clinique
Set þetta tvennt saman svo ég komi fleiru að. Þetta hreinsikombó gerir það að verkum að ég nenni að þrífa málninguna af fyrir svefninn. Ég er ein af þeim sem vil ná farðanum vel af en er einnig með viðkvæma húð og augu. Svo einfalt í notkun og ertir ekki húðina mína.

7. Lights Camera Lashes - Tarte
Þessi maskari... !
Hann er bara á einhverju öðru leveli. Var ekki að fíla hann fyrst almennilega en í dag er hann besti vinur minn og fæst hann því miður einungis erlendis í búðum eins og Sephora. En hann lengir, þykkir og er bara fullkominn hehe.. en minni á að það mismunandi hvaða maskari hentar hverjum.

8. Too Faced Sweetheart bronzer
Fallegasti bronzer sem ég veit, gefur einstaklega náttúrlega og fallega sólaráferð á húðina.

9. Laura Mercier Translucent setting powder
Ég nota þetta púður ekki til að baka heldur set létta áferð yfir hyljarann undir augun, nef, mitt enni og höku og það lýsir upp þau svæði og tónar vel með skyggingunni. Eitthvað sem maður þarf að prufa til þess að átta sig á snildinni.

10. Af hverju valdi ég að hafa tíu.. ég er bara rétt að byrja haha..
Annars ætla ég að setja hér St. Tropez Express brúnkufroðuna.
Ég nota brúnkukrem í staðinn fyrir að sóla mig mikið og fara í ljós. Þá ákvörðun tók ég fyrir þremur árum síðan og er heldur betur ánægð með það að vera ekki að bjóða hættunni heim en ég nota líka mjög háa sólavörn í sól.
Ég set froðuna á mig sirka tvisvar sinnum í viku og hún gefur fallegt og frísklegan blæ þar sem ég verð mjög bleikhvít á veturna🙈

Hlakka til að deila áfram með ykkur uppáhalds vörunum mínum á nýju ári.

Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli