27.12.17

Áramótadressið mitt


Vonandi höfðuð þið það ljúft yfir hátíðina!

Hér á bæ er smá spenningur fyrir áramótunum en þessi dagur hefur alltaf verið svolitlu uppáhaldi hjá mér. Þetta er með fáum dögum ársins sem maður getur verið ALL IN þegar það kemur að förðun, glimmeri og dressinu sjálfu!
Oftar en ekki hef ég keypt eitthvað skemmtilegt áramótahöfuðfat fyrir fjölskylduna og freyðivínsflösku.

Seinustu áramót hef ég reyndar verið að farða frá morgni fram að kvöldi og ég setið smá á hakanum og oftar en ekki endað veik.
Þess vegna tók ég ákvörðun um það að sleppa því þetta árið til þess að ég geti notið í botn með mínum nánustu og jafnvel smellt mér í Gamlárshlaupið fyrr um daginn.


Ég er að sjálfsögðu búin að spá í fatnaðinum, förðuninni og öðru og ælta að deila með ykkur dressinu mínu.


Ég keypti mér fallegan glimmersamfesting í Vero Moda á 6990
Skórnir eru úr GS en Arnar gaf mér þá í sumar - ótrúlega fallegir (sá einmitt að það kom áfylling af þeim fyrir jól) eru í merkinu Tatuaggi.
Þessi diskókúla var svo áramótaleg - skála í hana á miðnætti - hana keypti ég í Tiger á um 500 kr


Huda Beauty pallettan fæst í Sephora
Glimmer eyelinerinn er í litnum Paparazzi og fæst hjá Shine.is
Glimmer duoið er í litnum Margaret og fæst hjá Shine.is
St.Tropez instant tan með smá sanseringu
Varaliturinn Playing Koi og glossið Sugarrimmed frá MAC
Naglalakkið er frá OPI - litirnir Gift of Gold og The Colour that keeps on giving
Augnhárin eru frá Fotia, Koko Lashes númer 502

VÁ hvað þetta lítur út fyrir að vera mikið þegar maður skrifar þetta niður haha!
En ég hef ekki alveg ákveðið hvað ég mun nota á augun af augnskugganum og glimmerinu það mun fara eftir því hvaða skapi ég verð í.
Annars eru augnhárin mín uppáhalds þannig þau verða klárlega notuð. Varalitinn og glossið mun ég nota saman þar sem að það passar svo vel við naglalakkið. Ég ætla svo að hafa eina glimmer nögl, annaðhvort með þessu gyllta eða öðru silfur . Ég nota alltaf gullskartgripi en það er silfurglimmer í kjólnum svo að það er smá spurning með það.

Annars finnst mér þetta brúnkukrem vera svo fallegt yfir til þess að gefa smá extra ljóma og ef áramótin eru ekki dagurinn til þess þá veit ég ekki hvað.

Svo ætla ég að smella inn markmiðapeppi og kannski einni gúrmei áramótauppskrift og annari snilld.


Kveðja áramótaspennt 🎉
Ale Sif

1 ummæli:

  1. Jumia Casino & Resort | Book online now with Jumia
    Jumia Casino & Resort 순천 출장안마 offers 1800 울산광역 출장안마 slots and 110+ slot machines. 익산 출장안마 Jumia Casino & 하남 출장샵 Resort has 영천 출장안마 over 400 slot machines including 777+ video poker, bingo, blackjack,

    SvaraEyða