27.11.17

Ári seinna...


Ótrúlegt en satt þá er ár síðan að ég setti inn færslu hér seinast og hef ég ekki skráð mig inn síðan þá. Mér þykir ekkert smá vænt um að sjá að Decutan færslan mín er enn mikið lesin og því vonandi að koma öðrum til góðs.

Það var í raun aldrei ætlunin að hætta að blogga eins og sést í seinustu færslu sem gerð var 1.desember 2016. Nokkrum dögum seinna missti ég afa minn og var því desember svolítið litaður af því og ég mjög óvirk á öllum samfélagsmiðlum.

Þar sem ég var svo ekki búin að vera sinna síðunni sem skyldi ákvað ég í framhaldi af því í janúar að hætta að blogga. EN aldrei að segja aldrei er víst orðatiltæki sem á vel við hér. Ég hafði sterkan grun um að löngunin myndi koma aftur því mér þykir ansi vænt um þessa síðu sem ég hef haldið um frá árinu 2011. Hingað hef ég sett mínar hugleiðingar um förðun, hollan og heilbrigðan líffstíl, æfingar, uppskriftir, jákvætt hugarfar og annað í þeim dúr.Mér fannst líka síðan mín vera hálf plebbaleg miðað við hvað blogg eru orðin flott í dag. Ég ákvað að einblína á Snapchat og facebook likesíðuna mína en mér finnst maður ekki oft ná að koma hlutunum eins til skila þar eins og í rituðu orði og því ætla ég að prufa mig áfram hér á nýjan leik eftir smá pepp frá fólki í kringum mig því það er hugurinn á bakvið sem skiptir máli.

Þangað til næst, Ale Sif <30 ummæli:

Skrifa ummæli