23.10.16

Manstu eftir mér?


Ég hef ekki skráð mig hingað inn frá því í sumar en mikið þykir mig vænt um að sjá að það sé enn verið að heimsækja þessa síðu.

Þegar ég skrifaði seinast voru fimm mínútur í að ég færi í sumarfrí en ég tók meðvitaða ákvörðun um það að opna tölvuna sem minnst þar sem að ég hef í gegnum tíðina tekið vinnuna með mér í fríið. Þegar ég kom svo heim ákvað ég að vera ekkert að skrifa neinar færslur þar sem að ég hef verið að skrifa fyrir Bleiktblaðið og gat miðlað minni þekkingu þar og því óþarfi að blogga líka.

Núna er ég ekki lengur að skrifa þar og stefni því á að skrifa frekar hér og einnig greinar fyrir þjálfunina á Fitsuccess.is.

Ég sakna þess of mikið að skrifa og deila einu og einu ráði með þeim sem hafa áhuga að fylgjast með. Tæknin er þó búin að breytast svolítið mikið frá því ég byrjaði með þetta blogg fyrir FIMM árum síðan.. vá hvað mér finnst það eitthvað magnað. Bloggarar í dag eru komnar með flottar síður sem eru hannaðar fyrir viðkomandi, Snapchat að tröllríða öllu og ég veit ekki hvað.
Ég ætla samt bara að halda mig við þessa krúttlegu blogspot síðu, vera einlæg og skrifa frá hjartanu <3

Þangað til næst
Ale Sif 

0 ummæli:

Skrifa ummæli