25.10.16

"Karamellu" eldaður kjúlli


Þrátt fyrir að vera gúrmari að guðs náð er ég frekar einföld þegar það kemur að því að græja mat fyrir mig í gegnum vikuna.
Ég hef í gegnum tíðina verið að vinna með að henda kjúklingabringunum í eldfastmót með vatni og kryddi og leyft honum að elda sig sjálfur. Ósköp einfalt og þægilegt!
Um daginn fékk ég hinsvegar ógeð af þessari einföldu eldamennsku og kjúklingabringum yfir höfuð. Sömuleiðis fannst mér ég ekki alveg getað boðið kærastanum mínum sem er mikið hjá mér upp á þessar mögnuðu bringur mínar. Þannig að ég varð að finna leið ti að gúrma nestið mitt upp og færa smá fjölbreytileika inn í lífið.

Ég hef oft verið að pósta mynd á Snapchat og fá spurningar um það hvernig ég matreiði kjullann og ætla því að deila því með ykkur.

Það sem að þú þarft er:
-Kjúklingabringupakki (4 í pakka)
-Krydd: salt, hvítan malaðan pipar, svartan malaðan pipar, malaðan chilli
-Ferskan chilli, ég nota grænan því hann er sterkastur, sker hann niður
-Ferskan hvítlauk, skera niður einn geira





Aðferð:
Byrjaðu á því að skera niður kjúkling, chilli og hvítlauk. Hitaðu pönnuna með smá olíu eða non fat cooking sprey og settu chilli og hvítlaukin á pönnunna. Leyfðu því að malla aðeins áður en að þú bætir kjúklingnum við. Settu kryddið á eftir smekk. Ég steiki kjúklinginn þangað til að vatnið á pönnunni er horfið og bæti þá einmitt auka chilli á kjúklinginn til þess að hafa hann extra spicy og "karamellaðan".
Kjúklinginn á ég svo til í boxi inni í ísskáp og skammta fyrir vikuna og nota mismunandi meðlæti með fyrir fjölbreytileikan.




Njóttu vel
Ale Sif

0 ummæli:

Skrifa ummæli