29.1.16

Naglalakks tips og uppáhalds lakkið mitt núna


Mér líður eins og ég sé nakin ef að ég er ekki með naglalakk og er þar af leiðandi mikill naglalakksperri. Ég fæ oftast nær svona æði fyrir einum lit sem ég nota endalaust þangað til að ég verð ástfangin af einhverjum öðrum.

Oft  eru litirnir sem ég kaupi, litir sem ég hef rekist á netinu. Það er alltof algengt að ég fer til þess að kaupa eitt lakk og enda einhverja hluta vegna með þrjú á kassanum.

Tips við naglalakkskaup:
Þegar ég skoða litina í búðum fer ég alltaf inn á Pinterest og leita af myndum af lakkinu á höndum, af því það eru náttúrlega ekki til prufur. Þannig hef ég getað sparað mér ýmis kaup á lökkum sem eru ekki eins falleg komin á neglurnar og í flöskunni.. Algjör snilld !

Að máli málanna annars...
Neglurnar mínar eru búnar að vera smá ómögulegar seinustu mánuði, þannig ég er búin að hugsa mjög vel um þær og splæsti mér á svona base coat með styrkingu og virkni. Ég sé alveg góðan mun á nöglunum eftir að ég byrjaði að nota það. Ég var samt með valkvíða að skoða öll þessi undirlökk sem voru í boði, en endaði á að kaupa mér Grow Stronger frá Essie.

Ég fékk svo þá flugu í hausinn að ég þyrfti að eignast nýtt naglalakk af því ég var að horfa á eitthverja bíómynd og langaði í svipað. Mig langaði í svona fallegan, náttúrulegan og klassískan lit. Ég valdi mér því Mademoiselle frá Essie sem er svona ljósbleikt með fjólubláum keim. Stendur einmitt í lýsingunni á netinu að það sé fullorðins bleikt haha..

Eftir að ég byrjaði að nota Gel Setter frá Essie hef ég einhvern vegin gert það að vana að setja það á. Finnst áferðin verða svo falleg.


Get ekki sagt að ég sé handmódel en varð að leyfa mynd að fylgja.


Naglalakksþrennan mín þessa dagana.. Gel Setter, Grow Stronger og Mademoiselle.


Þangað til næst,
ALE <3

0 ummæli:

Skrifa ummæli