25.1.16

Hér er líf

hæ elsku fylgjendur,

Glöggir hafa kannski tekið eftir að hér hef ég ekki ritað frá því í október. Það er svo sem engin ein ástæða fyrir því og það var alls ekki vegna þess að mig langaði ekki til þess.
Mér fannst ekki vera eins mikill vettvangur fyrir bloggið mitt eftir að ég færði mig yfir í Bleikt.is blaðið sem hóf göngu sína fyrir jólin. Vegna þess að mér finnst ég geta skrifað um mjög svipuð málefni þar og á blogginu. 
Það átti því stóran hlut í minni ákvörðun um að hvíla bloggið.

Svo fannst mér ótrúlega erfitt að að halda blogginu uppi meðan ég gekk í gegnum húðlyfjakúrin sem ég fór á. Sá tími varótrúlega krefjandi og finnst mér magnað að hafa náð að halda blogginu lifandi á meðan honum stóð.
Þegar þessu níu mánuða tímabili lauk fannst mér ég fá líf mitt í hendurnar aftur og vissi í raun ekki hvað ég ætti að gera við það. Þannig ég þurfti minn tíma til þess að finna sjálfa mig aftur og þannig geta gefið af mér til annara. 
Mér finnst ég komin góða leið með að endurheimta sjálfa mig, en maður er samt alltaf að læra. 

Til að byrja með kom Bleikt blaðið út hvern einasta laugardag, en nú kemur blaðið hinsvegar einungis út annan hvern laugardag eða tvö blöð í mánuði.


Það fékk mig til þess að hugsa til bloggsins míns og hvatti mig til þess að skrifa þessa færslu. Ég hef stundum frá miklu meira að segja en tvær greinar í mánuði, þó það sé ekki nema nýjasta naglalakkið í safnið.

Þannig að ég ætla hér með að lífga það aftur við. Mig langar í leiðinni til þess að þakka þeim fyrir sem sendu mér línu útaf blogginu mínu og voru að bíða spenntar eftir færslu.

Ykkar einlæg,
Ale <3

0 ummæli:

Skrifa ummæli