7.5.15

Love with my new Freddys


Einn uppáhalds líkamsparturinn minn til þess að lyfta og bara almennt er rass. Það má eiginlega segja að ég sé orðin hinn versti rassaperri. Mér finnst fátt jafn skemmtilegt og að finna spennandi nýjar rassaæfingar, prufa og deila með ykkur sem fylgjast með. Það er líka óspart tekið fram við skráningar hjá okkur í þjálfun að viðkomandi vilji bæta rassinn. Það má eiginlega segja að eitthvað rassaæði hafi gripið konur hér á klakanum, sem mér finnst virkilega jákvæð og skemmtileg þróun !

Verandi þessi rassaperri vildi ég því ólm eignast Freddy buxurnar eða rassabuxurnar eins og ég kalla þær, þegar ég sá að þær væru komnar til landsins. Katrín og Ísa systir mín höfðu oft talað um þær við mig og ég hafði einnig rekist á þær á Instagram, þannig það var mikil gleði þegar við fréttum að þær væru komnar til landsins. Ég held að mér sé alveg óhætt að segja að þetta eru heitustu buxurnar á landinu í dag, þar sem að það eru allar stelpur að tala um þær og ólmar að næla sér í eintak.Ég kom við í búðinni þeirra til þess að fá mér eitt stykki, en hefði auðveldlega getað endað með þrjú.


Gallatýpan


Svartar


Ljósgráar

Ég hinsvegar endaði á því að fá mér gallatýpuna til að byrja með og prufa að ganga í þeim.


Ég er einmitt búin að fá nokkrar pósta þar sem stelpur eru að spyrja mig hvernig þær séu. Það kom mér verulega á óvart hversu þægilegar þær eru. Ég er þessi týpa sem kemur heim eftir vinnudaginn eða stúss og verð að rífa mig úr fínu fötunum og hoppa yfir í kósýgallann, en það á ekki við þegar ég er í Freddy buxunum mínum.

Eins og sjá má á myndinni eru þær alveg vel þröngar upp við líkamann, en samt einstaklega mjúkar og þægilegar. Ég ELSKA að þær séu svona tight, mér finnst svo leiðinlegt að kaupa þröngar buxur sem pokast á manni eftir smá notkun. Annað sem mér finnst mikill kostur er að þær eru alveg þröngar niður að hælum, þannig að þær koma vel út við bæði íþróttaskó og fínni skó eins og hælaskó og því hægt að nota þær hverdagslega eða við fínni tilefni.
Svo eru þær náttúrlega virkilega flottar yfir rassinn og við erum svo sannarlega ekkert að hata það.

Ef ég mætti ráða væri ég í þeim dagsdaglega, þannig ég mun klárlega fá mér í fleiri litum.  Þegar mér finnst eitthvað flott og ég fíla það þarf ég að eiga í nokkrum litum, þetta er eitthver árátta hjá mér haha.
Ég er einnig spennt að sjá línuna sem kemur frá þeim í haust, þá eru meðal annars high waist buxur að koma sterkar inn

Freddy buxurnar er hægt að nálgast í búð þeirra að Krókhálsi 4, freddyshop.is og Júník.

Must buy fyrir fellow rassaperra hoho

Þangað til næst
LOVE ALE
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli