12.2.15

STÓR fullorðins skref voru tekin rétt í þessu

Hjartað mitt er á milljón !

Mér finnst magnað þegar ég horfi til baka hvar ég var fyrir ári síðan og hvar ég er í dag.
Ekki það að það séu miklar breytingar og bætingar og þó.. ég hef lært svo ótrúlega mikið og tekið nokkur babysteps í að þroskast svo um munar.

Sú tilfinning er svolítið mikið MÖGNUÐ og virkilega góð.
Mér finnst ég vera orðin svo fullorðins eitthvað.. enda aldurinn farinn að rífa í haha :)

Ástæðan fyrir að hjartað mitt er á fullu er einmitt eitt af þessum skrefum.. og þá má segja að þetta skref sé verulega STÓRT fyrir undirritaða.
Í þessum töluðum orðum var ég að skila inn minni
fyrstu grein sem blaðamaður DV.
Þetta spennandi og skemmtilega verkefni kom á borð til mín í desember og það hefur verið erfitt að halda þessu fyrir mig, en nú loksins er þetta að verða að veruleika..
Ég fæ fiðring í magan við að tala um þetta af enn meiri spenning.

Ég mun sem sagt vera fastur liður með
mína síðu í þriðjudagsblaði DV sem fær spennandi og viðeigandi nafn sem ég pósta inn þegar að því kemur og mun ásamt því pósta reglulega inn greinum og fróðleik á vefsíðu DV.
Þar mun ég fyrst og fremst ræða það sem stendur hjarta mínu næst og það er hollur og heilbrigður lífsstíll, ásamt fleiri fróðleik um tísku, æfingar og myndbönd, mataræði, förðun og fleira.
Að sjálfsögðu mun ég gera það líkt og ég geri hér á síðunni af einlægni og frá hjartanu.


Fyrsta greinin mun birtast næstkomandi þriðjudag, Sprengjudaginn 17.febrúar
!
Þannig ég mæli með því að fylgjast með og næla ykkur í eintak, ég mun auðvitað minna ykkur á það þegar að því kemur :)Þangað til næst
kveðja
ALE verðandi blaðamaður
<3

0 ummæli:

Skrifa ummæli