10.2.15

Óvart smá shoppingspree


Ég er dóttir mömmu minnar það er svo sannarlega á hreinu !
Ég fer í búðir til að versla einn hlut, en fer út með fullan poka af ýmisskonar spennandi varning sem bætir og kætir.

Þetta erfi ég frá minni kæru móðir sem á alltaf nóg til af öllu á heimilið og fyrir önnur tilefni.
Við systurnar hlægjum alltaf af henni, þar sem geymslan hennar minnir helst á svona litla sjoppu þar sem maður gat keypt hina ýmsu hluti, þær eru samt í útrýmingarhættu, en mamma heldur uppi heiðri þeirra í Fannafoldinni.. geymsluna köllum við litlu Krónu.

Ég er eins og áður hefur komið fram mjög virk á Pinterest og fæ hinar ýmsu flugur í hausinn eftir sessions þar á kvöldin, þá af hlutum sem mig langar í fyrir mig og draumaheimilið.. bara ef maður myndi eignast allt sem maður pinnar.. þá væri lífið ljúft.
Er einmitt að spá í að fjárfesta í Lottó fyrir helgina, sá að vinningurinn er fimmfaldur.

Kv. Dagdreymandinn
<3

Ég lagði annars leið mína í Smáralindina í seinustu viku með það mission að fjárfesta í lituðu dagkremi sem ég hafði fengið prufur af í MAC og fílaði svona glimrandi vel.
Stelpan sem að afgreiddi mig var líka svo almennileg.



Þetta er sem sagt litaða dagkremið frá þeim sem heitir Studio Moisture Tint.
Skrifaði einmitt um það í seinasta bloggi.Liturinn sem ég keypti heitir Medium.. léttur, náttúrulegur og fallegur grunnur.
Kostar 6200 kr hjá MAC í Debenhams og Kringlunni.





Mig hefur lengi dreymt um litla þægilega tösku sem ég kem veski, gleraugum, dagbókinni minni og make up töskunni minni fyrir í.
Þetta kombó var þarna saman uppi í hillu og had me at hello..!
Fór í SIX í Smáralindinni sem ég geri reglulega til að kaupa eyrnalokka eða hálsmen.
Og viti menn.. margur er knár þótt hann sé smár í þessa tösku kem ég fyrir öllu því sem ég taldi fyrir ofan.. svo fíla ég hvað hvað hún er mikil klassík en samt svona ofurkrúttuð.

Veskið er á 3590 kr
Taskan 5490 kr
Í
SIX Smáralind og Kringlunni



Jább ég screenshota þegar ég finn eitthvað fínt eða netta outfitta haha..
Langaði í einhvern svona hvítan víðan bol með "barely there straps" eða svona ekki stutt frá því.
Þennan fann ég í
Júník á útsölunni þar og fékk hann á 2000 kr.
Hlakka til að vera í honum með nokkur síð gyllt hálsmen við (sjá fyrir neðan).



Ég, Rósa vinkona og Ísa systir erum búnar að vera dást af hvítum eyeliner inn í augnkvarmana á Pinterest að sjálfsögðu.. vorum allar búnar að pinna sömu myndinni.
Fjárfesti í einum þannig á 1600 kr í
INGLOT í Kringlunni.. spurning að prufukeyra svona lúkk næstu helgi ef hún inniheldur einhverja gleði.



Þarf maður ekki að gefa sjálfum sér Valentínusargjöf þegar maður á ekki kærasta?
Ég hef þróað með mér ást á gúrmuðum náttkjólum og smitað Ísu.
Keyptum okkur sitthvorn langerma náttkjólinn og svona fínan lace brjóstarhaldara með engum spöngum.. finnst flott að vera í bolum og leyfa blúndunni aðeins að sjást í t.d. V- hálsmáls bolum.

Þetta kombó keyptum við í
LINDEX
Kjóllin var á 3490 kr
Toppurinn á 2990 og það var 20% afsláttur af öllum brjóstarhöldurum þar.



Ég gat náttúrlega ekki labbað út úr SIX án þess að fjárfesta í smá skarti líka.
Ég elska hvað eyrnalokkar og hálsmen geta gert mikið fyrir ofureinfalda outfitta.
Mér líður líka alltaf eins og ég sé nakin ef ég er ekki með eyrnalokka og naglalakk þegar ég fer eitthvert út.


Er búin að sjá mikið á Instagram og Pinterest svona síð hálsmen.
Ég elska að raða nokkrum saman í eitt.
Gat ekki valið á milli þessa þriggja.. en eins og sjá má er gyllt mikið í uppáhaldi.. er með ugluna á mér as we speak.

Hef svo tekið eftir að það er að koma sterkt inn að vera með svona tvöfalda eyrnalokka, þannig það er lokkur báðu megin.



Svolítið öðruvísi og nett, væri til í að setja einhvern fínan snúð í hárið og flottan og kvennlegan varalit í stíl við.


Ég er svo mikil stelpa í mér að það hálfa væri nóg.. með smá strákaívafi á sumum sviðum hinsvegar... en hér fær stelpuega hliðin svo sannarlega að njóta sín í döðlur hehe.
Set stefnuna á að vera duglegri að pósta inn outfits og svona hugmyndum á svo mikið flott sem ég þori ekki að nota.


Þangað til næst

LOVE ALE <3

0 ummæli:

Skrifa ummæli