4.11.14

Bloggbugun

Heil og sæl !!

Það eru átök að byrja skrifa aftur ég er ekki búin að skrifa í meira en viku, enda haft lítinn tíma til þess.. fer út klukkan sjö á morgnana og er að detta inn löngu eftir kvöldmatarleytið og svona gengur þetta hring eftir hring yfir vikunahaha..
EN hér er ég búin með vinnudaginn og ákvað að smella í eina færslu áður en ég skelli mér í Perform að fylla á Amino fixið og svo æfingu.


Það er líka bara svo lítið að gerast nema harkan í æfingum og vinna þessa dagana að það er ekki frásögufærandi hehe..
Reyndar var Norðurlandamótið í fitness um helgina eins og ég sagði frá í seinustu færslu og gat uppáhalds kötturinn minn ekki mætt upp á svið sökum veikinda og er ég ótrúlega stolt af henni að hafa tekið þá ákvörðun, enda ekki auðveld ákvörðun til þess að taka
<3

Ég var vöknuð klukkan fimm um morgunin þann laugardaginn mega fersk á því og farðaði fullt af flottum kroppum fyrir sviðið.



Byrjaði morgunin á því að næra mig vel, farðaði og fór á æfingu.
Þvílíkur rússíbani :D
Og svo er bara ein og hálf vika í næsta mót.. allt að gerast!

Annars ætla ég nú að spýta í lófana með bloggið.. er bara í einhverjum svaka kósý fíling.
Langar helst í jólin og tjill.. get ekki beðið eftir
JÓLAJÓGÚRTINU sem fer bara að detta í verslanir eftir korter víjjjjj


Baka Ale Sörur.. bæði venjulegar og Perrasörurnar eins og ég og systir mín köllum þær.
Það eru Sörur fyrir lengra komna með hvítu súkkulaði !


MMMMM what a treat og þvílík ást sem fer í þennan bakstur sem tekur heilan dag nánast.

Annars fór ég í smá Smáralindarrölt um daginn með það mission að finna bomsur, finnst svo kósý að hoppa í þannig ef ég er í þannig fíling á morgnana á veturnar í kuldanum.
Þurfti að endurnýja þar sem þær sem ég átti voru úr sér gegnar.
Fann eina ofurkósý í GS skóm sem eru með einskonar feld inn í.
Er ástfangin af þeim !




Svo endaði óvart einn augnskuggi ofan í hjá mér líka frá Make Up Store.. he had me at hello og ég sem Make Up Artist hafði góða ástæðu til að bæta við safnið.



Það er sem sagt þessi brúni stóri, hann heitir Spirit.

Ætlaði annars ekki að hafa þetta lengra, langaði bara að láta vita að ég væri still going strong.. þrátt fyrir smá lægð.
Fer að dembast inn hjá mér þegar maður dettur í jólabaksturinn og annað spennandi.
Er með fullt í pokahorninu, þarf bara að koma því í framkvæmd.

Þangað til næst
LOVE ALE
<3

2 ummæli:

  1. Sörur með hvítu!!! Já takk!

    SvaraEyða
  2. Hvar keyptiru þetta prótein cheerios? :)

    SvaraEyða