21.10.14

gymtime, my time, comfortzone og annað skemmtilegt

Það kemur eflaust ekki á óvart þegar ég segi að minn tími dagsins er klárlega þegar ég mæti í ræktina.
Þar rækta ég ekki einungis líkama, heldur sálina líka.
Þessir tveir þættir spila svo OFUR sterkt saman.. svo miklu meira en mann grunar :)


-   You can hit the gym every day for the rest of your life, but unless you work out your mind, you wont get very far-

Ég gæti skrifað góða færslu um slíkar hugleiðingar.. en bottom line-ið er að mér líður vel þegar ég mæti og tek á því og hef gaman af, það finnst mér mjög mikilvægt.
Þarna er auðvelt að fara í sinn eigin heim, loka fyrir áhyggjur og einbeita sér algjörlega að sjálfum sér..
Ég veit fátt betra en að labba svo endurnærð út eftir góða æfingu :)


Ég er á leiðinni í ræktina



Ég hef alltaf verið þessi týpa sem þarf að hreyfa sig mjög mikið og fá þannig útrásina fyrir daginn, þess vegna var mikið sjokk fyrir mig á unglingsárunum þegar ég lennti í bílsslysi og fékk æxli í kjálkabeinið sama ár, sem gerði það að verkum að ég gat lengi ekki hreyft mig eins og ég var vön.


Þegar ég loksins gat það var ég orðin smá þung, ekki bara líkamlega, heldur andlega ! (
þetta var sem sagt fyrir tíð spaghetti Ale)
Þá ákvað ég hingað og ekki lengra og smellti mér í Fitnessbox þegar líkaminn gaf grænt ljós á og ég æfði það alveg í meira en hálft ár .
Ég hafði svo ótrúlega gaman af og formið var mjög fljótt að koma aftur.

Ég er búin að hugsa svolítið um að fara að æfa eitthvað annað með lyftingunum, stíga út fyrir þægindaramman og hrissta aðeins upp í þesssu hjá mér.
Ég hef ekki getað hætt að hugsa um það eftir að ég prufaði nokkrar MMA æfingar meðan ég var í Sunny Tampa seinast..
Í gær ákvað ég að slá það fast hjá sjálfri mér að setja stefnuna á það í næsta mánuði.
Ég er ekki alveg búin að ákveða mig, en ég hugsa að ég byrji á Fitnessboxi og mikiðmikiðmikið er ég spennt..
Það spennt að ég þarf alvöru græjur og fékk sko alvöru manneskju í verkið, hún elsku Olina mín ætlar að senda á mig bleika boxhanska, um leið og þeir mæta á klakann mun ég skella þessu í verk og leyfa ykkur að fylgjast með.




Hversu nettir !!?



Svo fær svona uppáhalds að fylgja með pakkanum líka.
Ég ELSKA Cheerios en þetta toppar það svo mikið!
Vinur minn gaf mér einmitt pakka þegar hann var í heimsókn hérna um daginn og ég er IN HEAVEN..
Að sjálfsögðu nota ég það samt bara sem spari svo hann klárist ekki fljótt.. svona þarf að njóta hehe

Af því að ég var að tala um að hugurinn skiptir svo miklu máli hér í upphafi færslunnar þá ætla ég að leyfa einu kvóti að fylgja sem ég póstaði á Instagramið mitt í gær.



Finnst það svolítið magnað.. !
Vistaði það fyrir löngu og hef spáð mikið í þessu.
Og hef komist að því að það er svolítið mikið til í þessu.. en eins og ég sagði þá kannski ekki allt í heimigeimi, en ansi margt.
Ég er einmitt með of mikið af sjálfsaga sem ég tamdi mér á sínum tíma og er stöðugt að vinna að og ef það væri ekki fyrir þetta, væri ég ekki þar sem ég er í dag..


Jább ég get stundum verið mikill ofpælari hehe :)

Þangað til næst.. því ég er farin á ÆFINGU DAGSINS

LOVE ALE
<3

2 ummæli:

  1. Hvar er hægt að æfa svona fitnessbox? :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Getur skoðað nánar á box.is :)

      Eyða