22.4.14

Páskahelgin og framundan

Jæja þá eru flestir búnir að borða fyrir árið.. eða allavega fram að jólum!

Og náttúrlega hafa það kósý og notalegt í faðmi fjölskyldunnar :)
Elska hvað svona hátíðir gera það að verkum að allir í fjölskyldunni hittist og hafi það gott saman.
Þessir breyttu tímar gera það að verkum að fólk hefur minni tíma fyrir slíkt, þannig það er vert að meta svona stundir.

Ég naut helgarinnar í botn!
Byrjaði á hardcore vinnutörn þegar ég vaknaði klukkan 5 á fimmtudagsmorgni og farðaði fyrir fitnessmótið og vann í þjálfuninni.
Svo var það rise klukkan 4 daginn eftir til að farða fyrir módelfitnessið, ásamt Rósunni minni en svo ótrúlega gaman og og ómetanlegt að fá svona falleg og krúttleg hrós frá þeim ofurkroppum sem komu til okkar :*

Varð líka ekkert smá peppuð og spennt að setja stefnuna á eitthvað mót sjálf, svo skemmtileg upplifun.
Auðvitað var Amino við hendina til að þrauka morgunin út.

Hér eru tvær sem komu til mín, svo gaman að farða fyrir sviðið :)


Ísabella


María Katrín

Það var svo verðskuldað frí um helgina..
Mikil gleði og gaman ! :)
Sem einkenndist af bakstri, afmælinu hennar Heiðu, rækta líkamann og sálina, kósýtime, of mikið af gúrmei mat, ALLTOF mikið af súkkulaði svo eitthvað sé nefnt haha..
Er með harðsperrur í maganum er búin að hlæja svo mikið um helgina!


 

*Hér má sjá páskegg heimilisins, þyrfti að hafa opið hús og bjóða fólki í smakk, eigum páskaegg fram að næstu páskum.
*Kósýgallinn að standa fyrir sínu.
*Fræga Hello Kitty kakan varð að þessu sinni Mína Mús en það var þema afmælisins.
*Ég og afmælisbarnið

*Og að lokum ég með uppáhalds dólgunum mínum.. þykir einum of vænt um þessar, vantar bara Ástuna okkar sem er á Floró..

Og ég er ekki alveg að átta mig á hlutunum og gera mér grein fyrir að það er einungis vika í að ég yfirgefi þennan kulda og smelli mér til USA.. nánar tiltekið Tampa, Florida !
Hlakka svo til og er svo spennt en mun jafnframt sakna allra heima á meðan.
Ólína vinkona mín sem ég verð hjá er mesta krútt sem ég veit og er búin að gera auka sett af lyklum fyrir mig og urðu Hello Kitty lyklar fyrir valinu.. of krúttað <3


Skoðaði veðurspána einmitt fyrir vikuna og hún er loooooking gooood, krossaputtana að það verði svona allan tíman sem ég verð úti.


Ætla svo að smella í gúrmei ræktartónlistarblogg.. það er mission vikunnar.
STAY TUNED

LOVE ALE <3


 

4 ummæli:

 1. Svo skemmtilegt bloggið þitt :) Mátt meiraðsegja vera ennþá duglegri að blogga, ég kíki inn hérna oft á dag haha :)

  En hvað verðuru lengi í Flórída? Heimta ítarlegt blogg um Flórída-pælinguna :)


  Kv. Sigrún forvitna, dyggur lesandi :)

  SvaraEyða
 2. Awwww en gaman að heyra og fá svona hvatningu :)

  Það var engin sérstök pæling með Florida, fyrst og fremst bara að njóta lífsins þar sem ég á hvorki mann né börn og get alltaf verið með tölvuna mína við hendina upp á vinnuna að gera.
  Þannig af hverju ekki bara hvar hugsunin hehe
  OG fyrir utan það eeeeeelska ég USA !

  Ég mun vera dugleg að blogga og pósta inn á insta og facebook.. fylgstu með krútt :*

  SvaraEyða
 3. Alltaf gaman að lesa bloggin þín og ótrúlega gaman að fylgjast með þér :)
  Hvað ætlaru að vera lengi í Flórída ?

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takkk svo mikið :D
   Ég verð í tvær vikur víjj

   Eyða