21.2.14

Mætt til leiks á ný

Haleluja !!

Loksins get ég sest almennilega við tölvuna og haldið lífi í krúttlegu síðunni minni og likesíðunni, setti bara smá inn á instagram á meðan ég var úti.
Nældi mér nefnilega í veikindi og hef því verið róleg seinustu daga og ekkert getað sest niður einbeitt mér :)
En ég er öll að koma til og á að vera góð eftir helgina.. GET EKKI BEÐIÐ, það klæðir mig ekki að vera slöpp, né að hanga og ég þráááaááái að komast í ræktina og hreyfa mig almennilega !
Og svo er líka svolítið spennandi að geta prufukeyrt nýju ræktarfötin mín :D

Annars var Boston alveg virkilega ljúf!
Stundum er gott að breyta um umhverfi, gera eitthvað gott fyrir sjálfan sig og svo var ég líka komin með smá ógeð af ræktinni, sem er gott á mig því núna þrái ég ekkert heitar en að komast í hana haha..
Fór reyndar eitthvað í ræktina á hótelinu, en þar voru bara brennslutæki í boði svo að ég sakna þess að taka almennilega á því.


Einungis hálftíma eftir að ég lenti voru pabbi og kærastan hans mætt til Boston frá Florida, svo ég þurfti ekki að vera lengi ein.
Ferðin einkenndist af því að það var mikið verslað..
Mitt mottó ferðarinnar var líka orðið það að burrito á dag kemur lífinu í lag..
Svo var bara verslað meira, hlegið og gaman !
Er alveg virkilega sátt með allt sem ég keypti mér og er ég meðal annars komin með fullt af nýju og spennandi sem nýtist í farðanirnar mínar.


Næst ætla ég samt til sólarlands, slappa af, fá mér ís á hverjum degi og njóta lífsins.. ekki stíga fæti inn í búð og kannski bara skilja tölvuna eftir heima haha !
Þá kannski myndi ég taka mér bara smá frí frá Miss Wonderwoman sem ég held að ég sé :D

Set bara inn nokkrar myndir með texta frá ferðinni:
(Þú getur ýtt á myndirnar til að sjá þær stærri)
Með nýju fínu gleraugun og farið mitt þarna til vinstri


Pinkberry ís úr vél soogood :DCheescake alltaf must þegar farið er til USA


Ást mín á burrito er óstöðvandi !! heheEin á leið í shoppiiiing 


Öll saman út að borða :D

Ætla ekki að láta þetta vera lengra, kemst betur í gírinn þegar ég fer að hreyfa mig og svona og get farið að gera eitthvað sniðugt.
Svo er ég á fullu að taka niður bókanir í förðun fyrir mars mánuð, er að fara farða nokkrar á morgun og meðal eina stórglæsilega fitness-skvísu fyrir myndatöku, set inn myndir! 


Fylgstu með :D

Þangað til næst
LUV ALE :*


0 ummæli:

Skrifa ummæli