16.1.14

Samstarfið við Culiacan og smá meira

Það er varla að ég tími að skrifa nýja færslu útaf þá fær seinasta færsla ekki lengur að njóta sín.
Mig langar samt til að byrja á því að þakka góðar undirtektir og hrós.
Ég hef fengið komment á bloggið, pósta, komment á facebook og jafnvel stelpur labbað upp að mér í ræktinni til þess a hrósa mér fyrir skrifin..
Ég sem var ekki að þora að pósta henni inn.
Mér þykir svo sannarlega vænt um þetta , takk svo mikið 
<3

Að öðru..
Þá hefur kannski ekki farið framhjá mörgum að við hjá
Betri Árangri unnum að FIT réttum ásamt henni Sólveigu í Culiacan.
Katrín mín orðar tildrög samstarfsins svo vel í færslu á síðu Betri Árangurs, þannig að ég leyfi henni að fylgja með HÉR.
Textinn undir segir allt sem segja þarf ! :)

Svo er leikur í gangi á facebookinu hjá Culiacan, það er hægt að taka þátt í honum HÉR.
Það er til mikils að vinna ,en vinningarnir eru 10 gjafabréf á FIT rétti, Nike Free skór og mánuður í fjarþjálfun hjá Betri árangri.

Ég er alveg dolfallinn aðdáandi mexíkósk matar og er burrito þar efst á lista.
Það er bara eitthvað við burrito að ég gæti lifað á því, en ég vil halda fjölbreytni í mataræðinu svo ég geri það ekki hehe..
Mér fannst mjög skemmtilegt þegar Sólveig eigandinn sagði frá því að hún opnaði staðinn af því hún var svo hrifin af einmitt sama burritostað og ég elska í USA.
Þegar ég fór seinast til Boston fórum við systurnar þarna hvern einasta dag að fá okkur eitt stk :)
Hlakka til að fá mér aftur í Boston, en ég get samt sagt að burritoið hennar Sólveigar er nánast eins svo að þegar ég fæ mér ekki FIT rétt smelli ég mér á burrito.
Seinasti burrito Bostonferðarinnar fyrir ári síðan haha..

Réttirnir voru kynntir til leiks á sunnudeginum og mætti ég ásamt fleirum að smakka þá fyrsta daginn á Culiacan.
Það fyndna er að sama dag fæddist loks nýjasti meðlimur Bess fjölskyldunnar!
Ég var búin að bíða spennt eftir að hún eða hann mætti á svæðið en það var svo lítil stelpa.
Ungfrú Snúlla Bess, þannig þetta var svo sannarlega stór dagur og má alveg segja að árið sé að byrja með stæl hjá okkur vinkonunum :)


Samhliða þessu öllu saman er svo brjálað að gera í þjálfuninni sem ég er að fíla í tætlur og er ég bara virkilega þakklát fyrir að hafa þetta allt saman í kringum mig.
Sömuleiðis er sannur heiður að fá að vera hluti af þessu samstarfi og andlit fyrir réttina..
Finnst þetta samt smá óraunverulegt og skrítið að sjá sig á auglýsingum, en jafnframt virkilega spennandi og gaman, er náttúrlega í auglýsingunum fyrir Amino Energy líka :D

Í fyrsta sinn síðan ég byrjaði á þessu öllu saman er ég líka að þora að vera duglegri að pósta inn bloggum, setja inn á likesíðuna og Instagram..
Þetta er allt saman búið að taka sinn tíma.
Ég er frekar feimin þegar uppi er staðið og enn feimnari við þetta, skil ekki hvernig ég þorði að byrja með blogg.. ég reyndar elska að skrifa og er núna stöðugt að bæta mig.
.....ég meina góðir hlutir gerast hægt ! :)

Setti inn eitt stk uppskrift í fyrradag og er með fullt fleira í bígerð.
Þegar ég hef ekki mót til að stefna að og fókúsera á er um að gera að rækta það sem ég hef í kringum mig og gera eitthvað gott úr öllu því sem ég hef lært frá því að Miss Spaghettireim byrjaði að æfa haha..
Finnst líka gaman er núna búin að fá nokkrar fyrirspurnir um makeuptips svo ég ætla að setja stefnuna á að setja eitthvað sniðugt saman varðandi það um helgina og svo er planið að elda gúrm í kvöld, ég skelli kannski inn uppskriftinni á likesíðuna mína.. um að gera að fylgjast með.Leyfi þessu að fljóta með, er svolítið mikið satt.
Textinn er samt eiginlega nettari á íslensku, var með hann inni í eldhúsinu mínu þegar ég bjó.


Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að skapa hana sjálfur :)

Fylgstu með
LUV ALE :*

1 ummæli: