30.1.14

Helgin og vikan sem er að líða

Mmmm hvað ég get ekki beðið eftir helginni!
Það er eitthver bugun í mönnum eftir krefjandi, lærdómsríkan en jafnframt skemmtilegan janúarmánuð og er ég tilbúin að takast á við meira :)

Tíminn gjörsamlega flýgur frá manni, þetta er alveg magnað!
Á skilið prinsessutrít á laugardaginn.. Auður ætlar að fikta í hárinu mínu og um kvöldið á ég deit með nokkrum funheitum skvísum í Indverskan og ís víjjjj..
Naanbrauðskreivingið er alveg í hámarki.


Það er að koma febrúar sem þýðir að það eru einungis rúmlega tvær vikur í smá Boston trít fyrir mig.
Ég er einmitt búin að vara pabba og kærustuna hans við shopping og burrito-missionum mínum, en þau munu fara til Florida vikunni áður og svo sameinumst við í Boston...
Það er því er bara eintóm gleði framundan :D
Ég er alltaf skoðandi á netinu og er lengi búin að þrá nýjan ipod, þar sem að konan í mínum vill ekki hætta að tala og segja mér hvaða lag ég er að spila!
Það er svo ekki að gera sig þegar maður er kannski í geðveikum fíling á stígvélinni eða í miðju setti haha
Þá fannst mér eiginlega must að eiga góð heyrnatól í stíl svo ég geti blastað lögum eins og Smack my bitch up og Firestarter með Prodigy..
Veit ekki alveg hvað það er!?
En það sem ég kemst í gírinn við að spila þetta í gymminu :)

This combo will soon be mine <3Að öðru... eins og alltaf þá er ótrúlega gaman að sjá hversu vel var tekið í ráðin mín varðandi förðunar og hreinsivörurnar og mun ég í náinni framtíð vera duglegri að setja efni tengt þeim málefnum.. bara gaman að geta bent öðrum á eitthverja snilld !
Takksvomikið fyrir góðar undirtektir elsku lesendur
<3

Annars hefur mánuðurinn bara einkennst af vinnu og rækt..
Byrjaði strax á fullu á nýju ári og ég get ekki sagt annað en að ég sé þakklát fyrir það sem ég hef í kringum mig sem stendur, þetta jákvæða hugarfar sem ég kom með inn í árið er klárlega að gera sig.

Til að mynda var svolítið mikið skrítið að sjá sjálfa sig á strætóskýlum bæjarins, en ég varð nú að fá mynd af mér við hliðina á auglýsingunni.


When Ale met auglýsinga Ale

Þennan dag áttum ég og síamstvíburinn minn deit við eina litla prinsessu sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur..
Ég fékk því að eyða deginum með tveimur uppáhalds Bellunum mínum..
Bellu Bess og Bellu Nikulásdóttur hehe :)
Það er fínt að geta fengið svona gull lánað og gert gaman með henni, gladdi okkar litla hjarta enda ekki búnar að sjá hana svo lengi.


Ein sáttust með bleikasta og girnilegasta snúllan

Ég deildi svo uppáhalds hlutunum mínum með Séð og Heyrt sem kom út í morgun, leyfi opnunni að fljóta hér með, virkilega sátt með uppsetninguna í stíl við litina á skyrtunni :)
Það er þarna smá lýsing á hverjum hlut fyrir sig sem þú getur lesið ef þú smellir á myndina, þá opnast hún stærri.

Um að gera að hafa nóg af myndum í blogginu þar sem ég er eitthvað svo róleg í dag, en fannst ég samt þurfa að setja smá inn til að halda lífinu í blogginu og leyfa ykkur að fylgjast með, þó það sé nú ekki merkilegra en þetta :)Allavega þangað til næst elskurnar!

LUV ALE:*

4 ummæli:

 1. Nafnlaus2/2/14 15:58

  Ferðu aldrei í spinning? :-)

  SvaraEyða
 2. Ég hef ekki farið síðan ég var bara alltaf að brenna, árið 2010.
  Þori því einhverra hluta vegna ekki hehe.. er hrædd um að ég muni vera svo glötuð :D

  SvaraEyða
 3. Ætlaði bara að kíkja og tékka hvort það væri komin ný færsla hjá þér, en datt í hug að það væri kannski sniðugt að skilja eftir spor : )

  Hef voða gaman af að lesa bloggið þitt, endilega keep up the good work :)

  SvaraEyða
 4. Hæ Jónína :D

  Takk innilega fyrir að skilja eftir spor.
  Var einmitt að huga að nýrri færslu, svo mikið að gera þessa dagana.
  Mun setja inn eina fyrir helgina, takk fyrir að fylgjast með mér :*

  SvaraEyða